• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

skraning takkii

un takki

hnappur GG

Globalis-logo3.1

Opnar umræður í Öryggisráðinu

Oryggisrad 1Í fyrsta sinn í sögu Sameinuðu þjóðanna munu þau lönd sem sækja um sæti í Öryggisráðinu tímabilið 2017-2019 (fimm "non-permanent" sæti) kynna sig á opnum fundi.

WFUNA - heimssamtök Félaga SÞ - hafa lagt áherslu í sínu starfi á undanförnum árum að hvetja til umbóta á starfi SÞ. Framkvæmdastjóri WFUNA, Bonian Golmohammadi, mun stýra umræðum. Kosningarnar fara fram 28.júní, mun fyrr en venja er. 

#UNfitForPurpose

Nánar...

World Humanitarian Summit - Instanbul

World Humanitarian SummitFyrsti leiðtogafundur sögunnar sem helgaður er mannúðarmálum hófst í dag í Istanbul í Tyrklandi.

Oddvitar Sameinuðu þjóðanna hafa hvatt ríki heims, almannasamtök og einkageirann að taka höndum saman og rísa upp í nafni mannúðar nú þegar við meiri vanda er að glíma en nokkru sinni, einkum vegna fjölda flóttafólks.

Nánar...

Leiðbeiningar til lata fólksins: Allir geta tekið þátt!

Level-01-without-textEnda fátækt. Berjast gegn ójafnrétti og óréttlæti. Laga loftslagsbreytingarnar. Vá. Heimsmarkmiðin eru mikilvæg markmið sem munu breyta heiminum og þurfa á samvinnu ríkisstjórna, alþjóðastofnanna og leiðtoga heimsins að halda. Það virðist vera ómögulegt fyrir meðalmanneskju að hafa áhrif. Ættum við bara að gefast upp?

 Nei! Breytingar hefjast á þér. Í alvöru. Allar manneskjur jarðar, jafnvel ómerkilegustu og lötustu manneskjurnar okkar á meðal, eru hluti af lausninni. Sem betur fer getum við innleitt einfalda hluti í líf okkar sem munu breyta miklu ef við tökum öll þátt.

Við höfum gert þetta einfalt fyrir þig og söfnuðum saman nokkrum af þeim mörgu hlutum sem þú getur gert til þess að hafa áhrif.

Nánar...

Baráttuvika fyrir menntun 2016

UN photoEskinder debebe EthiopiaBaráttuvika fyrir menntun er alþjóðlegt átak sem haldið er á heimsvísu ár hvert af Global Campaign for Education (GCE) og stutt af UNESCO, til að vekja athygli á mikilvægi menntunar fyrir alla.

Í ár er átakið haldið 24. – 30. apríl undir heitinu: "Ójöfn útbreiðsla fjármagns til menntunar ógnar þróunaráætlun á heimsvísu" og í tilefni af því hélt UNESCO pallborðsumræður um fjármögnun fyrir Heimsmarkmið númer 4, menntun fyrir alla fyrir 2030, í gær. Mörg þeirra lágtekjulanda sem nú þegar eyða því fjármagnshlutfalli sem mælt er með í menntun eiga í erfiðleikum með að mæta grunnþörfum menntunar. Samkvæmt Hagskýrslustofnun UNESCO nýtir Eþíópía 27% heildarútgjalda í menntun, þar af 6% í grunnmenntun, en aðeins um það bil 76 Bandaríkjadollarar (um 9500 krónur) fer í hvern grunnskólanemenda á ári. 

Nánar...

Norræn yfirlýsing um Vestur-Sahara

V-SaharaFélög SÞ á Norðurlöndum sendu nýlegar frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi mannréttindamál í Vestur-Sahara

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, heimsótti Marokkó og Vestur-Sahara í mars 2016. Orðalag framkvæmdastjórans um hernám Marokkó á landinu vakti athygli og sendu marrokkósk stjórnvöld fleiri tugi friðargæslustarfsmenn heim. Málefni Vestur-Sahara verða á dagskrá Öryggisráðsins í vikunni og er það von Norrænu Félaga SÞ að MINURSO, friðargæslusveit SÞ í Marrokkó, fái aukið umboð til að skoða mannréttindamál í landinu. Yfirlýsingin hljóðar svo:

Nánar...

Parísarsamkomulagið: almenningur þrýsti á stjórnvöld

KerrySameinuðu þjóðirnar hvetja fólk um allan heim til að beita leiðtogana þrýstingi sem undirrituðu Parísarsamkomulagið um loftslagsbreytingar á föstudag og láta þá gera reikningsskil.

175 ríki undirrituðu Parísarsamkomulagið um viðnám gegn loftslagsbreytingum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Aðalframkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-moon, sagði við það tækifæri að það væri þýðingarmikið að sáttmálinn gengi í gildi sem fyrst.

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook