• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Aðalfundur Félags SÞ 10.maí kl 17:00

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn n.k. miðvikudag þann 10.maí kl. 17. Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá, skýrsla stjórnar kynnt, ársreikningur 2016 lagður fram til samþykktar og kosið verður í nýja stjórn. Allir félagsmenn hjartanlegavelkomnir á fundinn og eru beðnir um að senda línu ef þeir hafa hug á að mæta til starfandi framkvæmdastjóra á hildur@un.is.

588778 1

Unnið að auknum tækifærum fyrir konur og stúlkur á Gaza svæðinu

UNRWAGazaGuðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar: 

Síðan árið 2005 hefur Gaza svæðið einkennst af innilokun og óeirðum. Ástandið hefur haft margvígsleg áhrif á samfélagið, meðal annars þegar kemur að menntun ungs fólks. Hlutfall barna og unglinga sem halda skólagöngu áfram á menntaskólastigi fer hrakandi. Á sama tíma hafa þeir fáu skólar sem starfandi eru þurft að taka á móti hópum nemenda á morgnanna, og öðrum hópum að kvöldi til, vegna plássleysis. Þá hefur efnahagskerfið á svæðinu hlotið hnekki og er nú á mörkum þess að hrynja. Ungt fólk hefur lítil sem engin tækifæri á atvinnumarkaðinum, en atvinnuleysi hefur mælst um 40%. Konur og stúlkur þykja í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Utanaðkomandi aðstæður eru líklegri til að hafa áhrif á tækifæri þeirra til að mennta sig og stærstur hluti þeirra sem búa við atvinnuleysi eru ungar konur.

Síðan í janúar 2008 hefur UNRWA, United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees in the Near East, beitt sér fyrir jafnrétti kynjanna á svæðinu með því að hjálpa palestínskum konum að nálgast menntun og tómstundir utan heimilisins. Markmiðið er að auka möguleika kvenna til að nálgast atvinnu og afla sér þekkingar. Á sama tíma er reynt að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. Starfið gengur undir heitinu The gender initiative og hefur fjöldi kvenna og stúlkna tekið þátt í þeim viðburðum sem skipulagðir hafa verið. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra kvenna sem búa á svæðum þar sem erfitt er að nálgast þjónustu og hættulegt að fara út fyrir heimilið.

Nánar...

Hugvekja í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna

IMG 2437Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi skrifar: 

Í dag, 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar með þeim tilgangi að stuðla að friði í heiminum, og að vera samráðsvettvangur þjóða til þess að stuðla að friði. Það sem að varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar voru hin hræðilegu stríð sem að undan voru gengin. Fyrri og seinni heimstyrjaldirnar höfðu skilið miljónir manna eftir í valnum og Evrópa var í rjúkandi rúst. Aldrei síðan hafa stórsyrjaldir í líkingu við heimsstyrjaldirnar tvær átt sér stað en stríð og átök hafa þó átt sér stað í heiminum síðan þá og gera enn.

Sameinuðu þjóðirnar hafa margt lagt til þess að koma í veg fyrir og leysa úr átökum, og þær hafa einnig brugðist. Þær eru þó að öllum líkindum það besta sem að við höfum í heiminum í dag til þess að stuðla að betri heimi fyrir alla. Sameinuðu þjóðirnar vinna einnig hjálpar- og mannúðar- og þróunarstarf. Útrýming ójöfnuðar í heiminum er eflaust besta leiðin til þess að stuðla að langvarandi friði.

Við sem eigum heima á Íslandi erum svo lánsöm að búa við friðar forréttindi. Hér eru ekki vopnuð átök, við höfum aðgang að góðu réttarkerfi og mannréttindi okkar eru virt. Við sem höfum alist upp á Íslandi þekkjum ekki stríð. Við eigum því erfitt með að setja okkur í spor þeirra sem hafa upplifað stríð og hafa þurft að flýja heimili sín, og jafnvel þurft að setjast að á fjarlægum slóðum.

Ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið að kynnast flóttamönnum og fólki frá átakasvæðum í gegnum störf mín hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég starfaði t.a.m. í eitt og hálft ár í Líbanon hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin aðstoðar palestínska flóttamenn sem hafa verið í Líbanon frá 1948 sem og þá sem flúið hafa stríðið í Sýrlandi. Í gegnum starfið fékk ég nýja sýn á þau forréttindi sem að við njótum hér á Íslandi og heyrði sögur flóttamanna af hörmulegum aðstæðum í Sýrlandi og í flóttamannabúðum í Líbanon.

Nánar...

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmið 2

Picture1Mánudaginn 12. september hélt Anne Poulsen, framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn, fyrirlestur um Heimsmarkmiðin. Anne hefur starfað hjá Matvælaáætluninni frá árinu 2004 og er nú framkvæmdastjóri Norðurlandaskrifstofu stofnunarinnar.

Þúsaldarmarkmiðin sem sett voru árið 2000 runnu út árið 2015, og voru þá Heimsmarkmiðin sett í þeirra stað. Þau eru samstarfsverkefni 193 þjóða sem að skrifuðu undir aðgerðaáætlun um að leggja sitt af mörkum til að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Markmið númer 2 er „ekkert hungur: útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu, og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.“

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna eru stærstu samtök í heiminum sem að berjast gegn hungri og ná til yfir 80 milljón manns í 80 löndum árlega. Starf þeirra er þríþætt og byggist á neyðaraðstoð á hörmungarsvæðum, endurbótum þar sem ekki lengur ríkir neyðarástand en nauðsyn er að sjá fólki fyrir næringu á meðan að á uppbyggingu stendur, og langtíma sjálfbærni.

 

 

Nánar...

Heimsmarkmiðin kynnt á Fundi fólksins 2.-3. September

fundurfolksinsFélag Sameinuðu þjóðanna tekur þátt á Fundi fólksins sem fer fram í Norræna húsinu dagana 2.-3. september. Félagið mun ásamt Junior Chamber International (JCI) á Íslandi kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir gestum og gangandi.


Heimsmarkmiðunum, sem eru 17 talsins, er ætlað að stuðla að aukinni sjálfbærni ríkja og snúa m.a. að því að enda hungur og fátækt, auka jöfnuð og stuðla að jafnrétti kynjanna, bæta og tryggja aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu, gera borgir vistvænni, sporna við loftslagsbreytingum og vernda lífríki hafsins og skóga.

Nánar...

Nýr framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna

framkvaemdastjoraskiptiVera Knútsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna. Hún var ráðin úr hópi 93 umsækjenda eftir ráðningarferli hjá Capacent.

„Við erum mjög þakklát fyrir þann sterka hóp umsækjenda heima og erlendis sem sóttu um starfið,“ segir Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags SÞ. „Við teljum að ráðningarferlið hafi skilað okkur afar hæfum framkvæmdastjóra, enda býr Vera að víðtækri reynslu og þekkingu á alþjóða- og þróunarmálum, m.a. af vettvangi í Líbanon og Sómalíu. Við vitum að sú reynsla kemur til með að nýtast mjög vel í störfum félagsins í þágu aukinnar almanna­vitundar, fræðslu og samfélagsumræðu á Íslandi um Sameinuðu þjóðirnar og þróunarmál.“

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook