• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Í samvinnu stjórnmála, atvinnulífs og samfélagsins alls

E SDG Poster -A3Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags SÞ skrifar í Viðskiptablaðið:

Það er ástæða til að gleðjast yfir því að 193 þjóðir hafi sammælst um 17 markmið sem taka á sameiginlegum viðfangsefnum sem við stöndum frammi fyrir.

Samhljóða samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð­ anna um sjálfbæra þróun er þegar farin að hafa áhrif á innlandsstjórnmál, umræðu innan ríkjahópa sem og dagskrá heimsmálanna. Það er ástæða til að gleðjast yfir því að 193 þjóðir hafi sammælst um 17 markmið sem taka á sameiginlegum viðfangsefnum og vanda sem við stöndum frammi fyrir, svo sem markmið­ um um enga fátækt, ekkert hungur, menntun fyrir alla, jafnrétti, hreint vatn, sjálfbæra orku, aukinn jöfnuð og verndun jarðar. 

Nánar...

Úttekt SÞ á mannréttindamálum á Íslandi

genf1Fram kemur á vefsíðu innanríkisráðuneytisins í dag að á þessu ári standi yfir önnur úttekt á stöðu mannréttindamála hér á landi. Fyrsta úttektin fór fram árið 2008 þegar Sameinuðu þjóðirnar hófu almenna úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum (Universal Periodical Review, UPR). Tilgangur úttektarferlisins er bæði að varpa ljósi á það sem vel er gert í mannréttindamálum og benda á atriði sem ríki telja að betur megi fara í framkvæmd hvert annars.

Ísland þarf að skila skýrslu vegna úttektarinnar 1. ágúst 2016 sem verður tekin fyrir í Genf 1. nóvember næstkomandi. Ráðuneytið vill upplýsa að við gerð skýrslu Íslands er lögð áhersla á samráð við frjáls félagasamtök og aðra hagsmunaaðila, en öllum mun gefast kostur á að gera við hana athugasemdir eftir birtingu á vefsíðu ráðuneytisins. Frétt á vefsíðu ráðuneytis er hér.

Stuðlum að jafnrétti, veitum konum og stúlkum aðstoð – skiljum engan eftir

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Sagan hófst löngu áður en þú fæddist og hún mun halda áfram lengi eftir þinn dag.
Staðan er sú að sagan er ennþá þín að móta – þetta er saga mannkynsins og jarðarinnar sem við búum á.

Auglýsingarskrifstofan HUMAN fékk það hlutverk að búa til sjö stuttmyndir fyrir Sameinu þjóðirnar og voru þær frumsýndar á leiðtogafundinum í New York 24. september 2015, þar sem heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Stuttmyndirnar varpa sýn á framtíð mannkynsins og hvetja til breytingar á stefnu í þróunarmálum. 

Hér sýnum við þriðja myndbandið af sjö sem nefnist: "Tacking inequalities, empowering women and girls and leaving no one behind".

Ungt fólk vinnur að friðaruppbyggingu í Kólumbíu

cq5dam.web.380.253

Í því viðvarandi ófriðarástandi sem ríkir í Kólumbíu hefur ungt fólk tekið vel í þau tækifæri sem þeim hafa boðist til að gerast boðberar friðar. Samstarfsverkefni þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og staðbundinna samtaka sem vinnur í þágu friðar hefur gefið góða raun og þykir undirstrika nauðsyn þess að ungt fólk eigi virka aðkomu að ferlum sem þessum.

Síðastliðin 60 ár hafa Kólumbíumenn ekki upplifað svo mikið sem einn dag sem einkennst hefur af friði. Hugsanlega er það ein ástæða þess að þarlent ungt fólk hefur fagnað tækifærinu til þess að gerast leiðtogar og þáttakendur í friðaruppbyggingu: ,,Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast landi sem ég hef aldrei þekkt, landi þar sem enginn deyr vegna stríðs” hefur Karin Andersson, ráðgjafi um þátttöku og friðaruppbyggingu á vegum UNDP í Kólumbíu, eftir ungri konu sem tekið hafði þátt í hátíðarhöldum í þágu friðar í héraðinu Norte de Santander.

 

Nánar...

Ungt fólk og friður

UNSCR-2

Þann 9. desember 2015 samþykkti Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ályktun 2250 um ungt fólk, frið og öryggi og var það í fyrsta skipti í sögu þess þar sem hlutverk ungra manna og kvenna í uppbyggingu friðar og baráttu gegn ofstækisfullum öfgaöflum voru í algjörum brennidepli. 

 

Nærri því helmingur fólks í heiminum er undir 25 ára aldri. Ályktun 2250, sem flutt var fram af Jórdaníu, er fordæmalaus viðurkenning á þeirri brýnu þörf til þess að fá unga friðaruppbyggjendur til að taka þátt í að stuðla að friði og vinna gegn öfgastefnum. Ályktunin er talin vera sú fyrsta sinnar gerðar sem tekur til ungmenna, friðar og öryggis og er því tímamótaskjal, áþekkt ályktun 1325 um konur, frið og öryggi sem samþykkt var fyrir um 15 árum. Á bakvið ályktunina liggur margra ára vinna og stefnumótun sem telur meðal annars Amman yfirlýsingunna sem samþykkt var í ágúst 2015 og var afrakstur fyrsta alþjóðlega almenna umræðufundarinns um ungt fólk, frið og öryggi sem um 10.000 ungir friðaruppbyggjendur tóku þátt í.

 

Nánar...

Bindum enda á fátækt og hungur

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Sagan hófst löngu áður en þú fæddist og hún mun halda áfram lengi eftir þinn dag.
Staðan er sú að sagan er ennþá þín að móta – þetta er saga mannkynsins og jarðarinnar sem við búum á.

Auglýsingarskrifstofan HUMAN fékk það hlutverk að búa til sjö stuttmyndir fyrir
Sameinu þjóðirnar og voru þær frumsýndar á leiðtogafundinum í New York 24 september síðast liðinn, þar sem hin nýju markmið um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Stuttmyndirnar varpa sýn á framtíð mannkynsins og hvetja til breytingar á stefnu í þróunarmálum.

pt. 2/7

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook