• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Kynningarfundur um Þróunarskýrslu SÞ 2015


sj2Selim Jahan, aðalritstjóri Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna um lífskjör í heiminum (Human Development Report) og forstöðumaður skrifstofu Þróunarskýrslunnar hjá Þróunaráætlun SÞ (UNDP), verður frummælandi á opnum fundi um innihald skýrslunnar fyrir árið 2015 sem haldinn verður á morgun fimmtudaginn 18.febrúar kl.15:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Að fundinum standa Jafnréttisskóli Háskóla SÞ og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, utanríkisráðuneytið auk Alþjóðamálastofnunar og RIKK ̶ Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands.

19. feb: Myndir frá fundinum hér.

Nánar...

Nemendur í Laugarnesskóla kynna heimsmarkmið 6

Hreint vatn og salernisaðstaða

Emil Davíðsson (11) og Steinunn Ásta Davíðsdóttir (8) nemendur í Laugarnesskóla kynna hér heimsmarkmið númer 6 sem snýr að því að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu. Í því felst meðal annars að beina sjónum sérstaklega að þörfum kvenna hvað þetta varðar, auka gæði vatns með því að draga úr mengun, vernda og endurlífga vatnasvið. 

Heimsmarkmið SÞ nr. 5. kynnt

Jafnrétti kynjanna

Rannveig Eva, 18 ára nemi í Versló kynnir hérna fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna. Þar kemur fram að 2/3 þeirra sem kunna ekki að lesa eru konur. Hún segir SÞ hafa náð gríðarlegum árangri á síðastliðnum árataug við jafnrétti kynjanna. Með heimsmarkmiðunum munu samtökin halda áfram vinnu sinni þar til markmiðinu um algert jafnrétti kynjanna er náð.

Réttindi kvenna: Kastljósi beint að Íslandi

palais des nationsFarið verður yfir árangur Íslands og stöðu réttinda kvenna í reglubundinni umfjöllun Nefndar um afnám misréttis gegn konum (CEDAW) hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf næstkomandi fimmtudag,17.febrúar. Hægt verður að fylgjast með umfjölluninni á vefnum hér en hún stendur yfir frá 9-16.

Á meðal þeirra atriða sem farið verður í saumana á eru, skv.tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf:

• Ákærur og refsing þeirra sem gera sig seka um ofbeldi gegn konum
• Neyðarvistun og stuðningur við konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi
• Ákvörðun um að leggja niður kynferðisbrotadeild vegna niðurskurðar

Nánar...

Sagan sem þú tekur þátt í að móta

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Sagan hófst löngu áður en þú fæddist og hún mun halda áfram lengi eftir þinn dag. 
Staðan er sú að sagan er ennþá þín að móta – þetta er saga mannkynsins og jarðarinnar sem við búum á.

Auglýsingarskrifstofan HUMAN fékk það hlutverk að búa til sjö stuttmyndir fyrir
Sameinu þjóðirnar og voru þær frumsýndar á leiðtogafundinum í New York 24 september síðast liðinn, þar sem hin nýju markmið um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Stuttmyndirnar varpa sýn á framtíð mannkynsins og hvetja til breytingar á stefnu í þróunarmálum.

pt. 1/7

Vísindakonum fagnað á nýjum alþjóðadegi!

Women in Science Photo UNVísindakonur hafa ekki notið sannmælis fyrir afrek sín og ungar stúlkur skortir góðar fyrirmyndir til þess að hvetja þær til að náms sem opnar þeim dyr vísindanna.

Alþjóðlegur dagur vísindakvenna er haldinn í fyrsta skipti í dag, 11.febrúar í samræmi við ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá því í desember á síðasta ári.

Konum hefur hingað til verið meinað um að taka fullan þátt í vísindastarfi. Jafnrétti kynjanna er þýðingarmikil forsenda efnahagsþróunar í heiminum og í framgangi allra þátta Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna. Öflugt vísindastarf er forsenda þess að mörg markmiðanna náist og í því skiptir miklu máli að stúlkur og konur séu viðurkenndar sem þátttakendur á jafnréttisgrundvelli.

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook