• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Framadagar háskólanna í HR

Framadagar2016Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður með bás á Framadögum háskólanna sem verða haldnir á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar, en þeir eru ætlaðir háskólanemum, útskrifuðum sem og núverandi nemendum, en aðrir gestir eru velkomnir.

Markmið Framadaga er að háskólanemar fái tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika varðandi sumarstörf, framtíðarstörf eða verkefnavinnu. Félagið mun kynna starfsmöguleika hjá SÞ, starfsnám og sjálfboðaliðastörf.

 

 

Nánar...

Í Sómalílandi hafa staðbundin samfélög ávinning af dreifistýringu

cq5dam.web.460.306Réttlátar stofnanir sem mæta þörfum fólksins eru lykill að friði. Hluti heimsmarkmiðs númer 16 miðar að því að tryggja aðgengi allra að skilvirkum, ábyrgum og gagnsægjum stofnunum (16.6) auk þess að sjá skuli til þess að ákvörðunartöku sé þannig háttað að hún sé virkt ferli milli almennings og stjórnvalda (16.7). Ein af þeim aðferðum sem notast hefur verið við til að bæta aðgengi og ábata fólks af stofnunum er dreifing miðstjórnarvalds (dreifstýring), aðgerð sem færir valdið nær fólkinu. Slíkar aðgerðir sýna ávinning sinn ekki síst í löndum þar sem innviðir eru veikir fyrir eftir langvarandi upplausn og átök. 

 

Frétt Þróunaráætlunar SÞ, UNDP (United Nations Development Program), um málið má lesa hér.

Hér má nálgast myndband um fréttina.

Nánar...

Ójöfnuður aldrei meiri en árið 2015

Ójöfnuður í heiminum heldur áfram að aukast og hefur aldrei verið meiri en árið 2015. ojofnudur oxfamSamkvæmt skýrslu Oxfam á ríkasti hundraðshluti mannkyns meiri auðæfi en hin 99 prósentin samanlagt. Í skýrslunni eru nokkrir hlutir nefndir sem stjórnvöld þurfa að beita sér fyrir til þess að snúa þróuninni við. Það er meðal annars að innheimta verður skatta og uppræta skattaskjól, útrýma launamun kynjanna og bæta almannaþjónustu.

Hægt er að nálgast skýrsluna í heild á heimasíðu samtakanna og frétt RÚV hér.

Ísland í 16. sæti lífskjaralista SÞ

HDR-2015 1Sjónum var beint að atvinnumálum í skýrslu um lífskjör í heiminum sem gefin var út af Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í lok síðasta árs. Í skýrslunni - Human Development Report 2015 - segir að forsenda þess að ná metnaðarfullum sjálfbærum þróunarmarkmiðum sé að fjölga atvinnutækifærum, bregðast við ójafnvægi á vinnumarkaði sem markist af kynjamun og færni, og leggja meiri áherslu á vöxt sem skapi fleiri störf.

"Starf" þarf að skilgreina á hverjum tíma því störf breytast ört á okkar tímum vegna alþjóðavæðingar og stafrænnar byltingar - hvorutveggja skapar jöfnum höndum tækifæri og ógn, er haft eftir Selim Jahan framkvæmdastjóra hjá UNDP.  

ATH. Selim Jahan mun kynna HDR skýrsluna fimmtudaginn 18.febrúar kl.15 í sal Þjóðminjasafnsins. Nánari dagskrá verður kynnt síðar.

Nánar...

Menntun er mannréttindi og mikilvæg varnaraðgerð

irina bokovaMikilvægi menntunar var meðal umræðuefna á Davos ráðstefnunni um nýliðna helgi. Irina Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, lagði það til að menntun verði áhersluatriði í viðbragðsáætlun við ástandinu í Sýrlandi. Hún talaði ekki einungis um það að menntun er mannréttindi heldur líka mikilvæg varnaraðgerð. Hvatti hún þá bæði stjórnvöld og fyrirtæki til að beita sér í þessum málum og breyta þannig framtíðarhorfum milljóna barna. Sem dæmi um þátttöku fyrirtækja sagði hún frá samtökunum Global Business Coalition for Education (GBC) sem lagt hafa fram 50 milljónir bandaríkjadala fyrir hönd fyrirtækja sinna. Með þeirri upphæð var hægt að koma 1 milljón sýrlenskra flóttabarna aftur í skóla.

Hægt er að lesa fréttina í heild hér

UN Women - nýtt app og 50-50 !

StepItUpMarch8MarchUN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér “app” til heiðurs 20 kvenréttindakonum. Segja má að notendur geti komist að því hver sé þeirra innri kvenréttindahetja, því appinn gerir þeim kleift að komast að því hverri þeir líkist mest, og í leiðinni komist á snoðir um ýmsa forvitnilega sögulega áfanga í jafnréttisbaráttunni. Appið má nálgast hér.

Tilkynnt hefur verið að Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8.mars 2016 tengist heimsmarkmiðunum. Þema dagsins verður « 50-50 fyrir 2030 « og er þar er vísað til þess að sjálfbæru þróunarmarkmiðin renna út 2030.

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook