• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Tökum undir kröfuna um frið í Sýrlandi, strax!

120 hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út ákall til ríkisstjórna og almennings í heiminum um að láta rödd sína heyrast og taka undir kröfuna um að bundinn verði endi á blóðbaðið í Sýrlandi. „Nú meir en nokkru sinni fyrr er það brýnt að það heyrist samhljóma krafa um að þessum hryllingi ljúki. Þessi átök og afleiðingar þeirra snerta okkur öll,” segir í ákallinu.

Undir ákallið skrifa oddvitar helstu mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna, ýmissa mikilvægustu hjálpar- og mannúðarsamtaka heims og landsnefnda UNICEF, þar á meðal Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Nánar...

Brýtur í bága við alþjóðalög

01-07-2016BedouinDemolishÍsraelsk stjórnvöld staðfestu í morgun að ætlunin væri að innlima í Ísrael svæði á vesturbakka Jórdanar sem tilheyrir Palestínumönnum. Fréttastofan Reuters greinir frá þessu og segist hafa fengið þetta staðfest hjá ísraelska varnarmálaráðuneytinu. Verið sé að leggja lokahönd á afgreiðslu málsins.

Svæðið, sem er 154 hektarar, er í Jórdandalnum nærri borginni Jeríkó. Palestínskir ráðamenn hafa farið hörðum orðum um ákvörðun Ísraelsstjórnar og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur þegar fordæmt hana. Hann segir hana bæði brjóta í bága við alþjóðalög og stríða gegn tillögum um tveggja ríkja lausn á deilum Ísraelsmanna og Palestínumanna. Bandaríkjastjórn hefur einnig gagnrýnt þessi áform Ísraelsstjórnar. 

Sjá fréttir 21.jan RUV, og UN.org.

 

Mikilvægt að fyrirtæki taki þátt í heimsmarkmiðunum

660635BanBusinessBan Ki-moon talaði í gær á Davos ráðstefnunni um mikilvægi þess að fyrirtæki taki þátt í því að ná heimsmarkmiðunum 17 sem Allsherjarþing SÞ samþykkti í september 2015. Global Compact Network hefur þegar hafið aðlögun að sínum samþykktum og innleiðingu fyrir sín fyrirtæki og tengslanet. Samtals eru um 85 tengslanet Global Compact víða um heim í um 160 löndum. "Þarna eru gífurleg tækifæri til að virkja kraft fyrirtækja til að ná heimsmarkmiðunum" sagði Ban. 

Sjá nánar á fréttavef un.org.

Nánar...

Sendiherrar Sjálfbærrar þróunar skipaðir

SDG sendiherrarKnattspyrnuhetjan Lionel Messi og Victoria, krónprinsessa Svía eru í hópi valinkunnra einstaklinga sem hafa verið skipaðir sérstakir sendiherrar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Verkefni þeirra er að nota „stöðu sína og einstaka leiðtogahæfileika“ til að kynna málefnið og hafa áhrif á hvort heldur sem er ríkisstjórnir, fyrirtæki eða samfélagið. „Markmiðin sautján eru sameiginleg sýn okkar fyrir mannkynið og samfélagssáttmáli á milli veraldarleiðtoga og jarðarbúa,“ segir aðalframkvæmdastjórinn Ban Ki Moon. „Þetta er aðgerðalisti fyrir plánetuna og vegvísir til framtíðar.“

Nánar...

Tugir þúsunda hafa látist í Írak

IraqNærri 19 þúsund manns létust í átökum í Írak frá ársbyrjun 2014 til október 2015. Á sama tímabili særðust meir en 36 þúsund og 3.2 milljónir manna flúðu heimili sín. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að talan kunni að vera hærri og að helmingur manntjónsins hafi orðið í höfuðborginni Bagdad.

„Almenningur má þola skefjalaust ofbeldi,“ segir í skýrslunni. „Svokallað Íslamska ríki heldur áfram að fremja kerfisbundin ofbledisverk og brot á alþjóðlegum mannúðar og mannréttindalögum, sem í sumum tilfellum kunna að teljast til stríðsglæpa, glæpa gegn mannkyninu og jafnvel þjóðarmorðs.“

Nánar...

Forsetinn býður Ban á Arctic-Circle ráðstefnuna

ForsetiBan Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í tengslum við Heimsþing hreinnar orku sem haldið er í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Í samantekt Sameinuðu þjóðanna um fundinn segir að forseti Íslands hafi þakkað aðalframkvæmdastjóranum viðleitni hans til að takast á við loftslagsbreytingar. Hafi forsetinn boðið honum að sækja næsta þing Arctic Circle síðar á þessu ári.

Mynd: Forsetaembættið.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook