• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Friður og réttlæti - heimsmarkmið 16

hm16Heimsmarkmið 16 fjallar um friðsæl samfélög fyrir alla, en einnig að tryggja jafnan aðgang að réttarkerfi. Það voru öflugar hreyfingar fjöldamargra borgarasamtaka sem lögðu mikið á sig að ná inn þessum málefnum og hefur markmiðið þar af leiðandi verið nefnt markmið fólksins.

Hér meðfylgjandi er grein um 16. heimsmarkmiðið úr "The Guardian": "Acess to Justice for all? Now that would be a measurably good thing". 

Alþjóðlegt ár baunar - 2016

IYoP2016-colour-enBelgjurtir á borð við linsubaunir, kjúklingabaunir og fleiri slíkar tegundir, gegna þýðingarmiklu hlutverki í fæðu stórs hluta jarðarbúa. Einkum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu eru belgjurtir uppistaða í mörgum hefðbundnum réttum og eru oft ræktaðar af smábændum.

„Það hefur Belgjurtirlöngu verið sýnt fram á það vísindalega að baunir eru hollar og næringarríkar, en engu að síður er neysla þeirra lítil í mörgum þróunar- og þróuðum ríkjum. Okkur ber að vinna gegn þessum þekkingarskortir“, sagði Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu til að marka upphaf Aþjóðaárs bauna 2016.

Nánar...

Gleðilegt nýtt ár kæru SÞ vinir

Aramotakvedja una 2015

Nýir tímar - ný tækifæri

Lok 1Ban Ki-moon skrifar:
Fyrir sjötíu árum risu Sameinuðu þjóðirnar upp úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sjö áratugum síðar hafa þjóðir heims sameinast andspænis annars konar hættu; þeirri hættu sem lífi eins og við þekkjum stafar af skjótri hlýnun plánetunnar.

Ríkisstjórnir hafa markað upphaf nýrra tíma samvinnu á heimsvísu um loftslagsbreytingar, einn margslungnasta vanda sem mannkynið hefur nokkru sinni glímt við.
Með þessu hafa þær með afgerandi hætti stigið skref til að standa við það fyrirheit Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um „að bjarga komandi kynslóðum“.

Nánar...

Myndbönd um heimsmarkmiðin frá ungu fólki

Arnol oliNú þegar höfum við fengið fimm myndbönd um ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna frá nemendum grunn- og framhaldsskóla. Það eru þær Urður Helga, Lilja Hrund og Ingunn Anna, framhaldsskólanemar sem hafa sett saman myndböndin og munu halda því áfram á næsta ári þar til öll 17 markmiðin hafa verið mynduð.

Kærar þakkir stelpur fyrir framlagið til félagsins að vekja athygli á þessum mögnuðu markmiðum SÞ. Myndböndin verða sett á síðu hvers markmiðs á heimasíðu markmiðanna: un.is/heimsmarkmidin

Sjá hér nánar um heimsmarkmið fjögur - menntun fyrir alla.

Nánar...

Parísarsamningurinn: "...stórsigur fyrir fólkið og plánetuna.."

COPfinalParísarasamkomulaginu í loftslagsmálum hefur verið fagnað víða um heim, og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það sé „stórsigur fyrir fólkið og plánetuna okkar“.

„Það er forsenda framfara í að uppræta fátækt, efla frið og tryggja líf fólks með reisn og tækifæri fyrir alla," segir Ban Ki-moon.

Veraldarleiðtogar hafa margir hverjir tekið í sama streng, en hver eru helstu atriði samningsins?

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook