• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Fimmta heimsmarkmið SÞ: Ofbeldi í allri mynd gegn öllum konum útrýmt

16daga greinBSBerglind Sigmars, framkvæmdastjóri félagsins leggur orð í belg á Vísi.is: "Við erum í miðju 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi, alþjóðlegu átaki sem rekja má allt aftur til ársins 1991. Tímasetning átaksins var valin til að tengja saman á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Mannréttindi eru meginþema nýrra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem ganga út á sjálfbæra þróun. Markmiðin sautján eiga að vera leiðarljós fyrir mannkynið og jörðina næstu 15 árin....." 

Nánar...

"Tími kominn til að grípa til aðgerða"

Ban iParisBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í París ásamt 147 þjóðarleiðtogum. Hann hvatti leiðtoga þjóðanna til þess að sýna hugrekki og ná samkomulagi til þess að gera jörðina að betri stað. Á þeim hvíldi siðferðisleg skylda til að tryggja velferð komandi kynslóða. Tími sé kominn til að grípa til aðgerða.

Frétt frá RUV.

Nánar...

Ban: Væntingar til Parísarfundarins

Ban-nov2015BAN KI-MOON SKRIFAR
Í þau tæplega níu ár sem ég hef verið aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hef ég ferðast til margra staða víða um heim þar sem afleiðingar loftslagsbreytinga eru þegar farnar að blasa við. Ég hef margoft rætt við leiðtoga ríkja heims, forystumenn í atvinnulífi og almenna borgara um brýna þörf fyrir andspyrnu á heimsvísu.

Hvers vegna er þetta mál mér svo kært?
Í fyrsta lagi vegna þess að eins og allir afar ber ég hag barnabarnanna fyrir brjósti og vil að þau njóti fegurðar og allsnægta heilbrigðrar plánetu. Og eins og allar manneskjur tek ég nærri mér að sjá að flóð, þurrkar og eldsvoðar færast í aukana, að eyþjóðir eigi á hættu að missa land sitt og að ófáar dýrategundir séu að hverfa. 

Nánar...

Afurð morgunverðarfundar: Grunuð um grósku

xaIMG 8311Morgunverðarfundurinn sem samstarfshópur Landgræðslunnar, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Félags SÞ, stóð að á Kaffi Nauthól í gær þann 25.nóvember undir yfirskriftinni "Ár jarðvegs - öld umhverfisvitundar - alda nýrrar hugsunar" gekk glimmrandi vel! Fundurinn var lokahóf viðburða sem hópurinn stóð að á þessu alþjóðlega ári jarðvegs 2015.

Samstarfsverkefninu "Grunuð um Grósku" var komið af stað með kynningu á stofnsáttmála þess. Vigdís Finnbogadóttir var viðstödd sem verndari verkefnisins. Nánar um aðild og þátttöku má finna hér.

Myndir frá viðburðinum má finna hér en nánari upplýsingar um viðburði ársins og samstarfshópinn má finna á un.is, land.is og unulrt.is.

Morgunverðarfundur 25.nóv kl. 8:15-10: Lokahóf árs jarðvegs

25nov

Lokahóf árs jarðvegs verður haldið á Kaffi Nauthól 25.nóvember kl. 8:15-10 undir yfirskriftinni: Ár jarðvegs - Öld umhverfisvitundar - Alda nýrrar hugsunar! Undirtitill og þema fundar er einnig: Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum? Velt verður upp spurningunni hvernig við getum sem einstaklingar og þjóð lagt okkar af mörkum til að draga úr áhrifum lofslagsbreytinga og stuðlað að framgangi nýrra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna? Verið velkomin! Dagskrá sjá hér neðar.

Nánar...

Alþjóðadagur HÍ 2015

AlþjóðdagarHÍ nóv12 2015Við tókum þátt í Alþjóðadegi Háskóla Íslands í síðustu viku sem fram fór á Háskólatorgi. Þar voru kynntir möguleikar á námi og alþjóðlegu samstarfi auk þess sem boðið var upp á margvíslegar uppákomur. Auður Inga Rúnarsdóttir starfsnemi hjá félaginu kynnti starfsemi félagsins, IceMUN 2016, nýju heimsmarkmið SÞ, starfsnám hjá SÞ og margt fleira.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook