• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Ban Ki-moon: Olía á eld að skera þróunaraðstoð

Ban Ki-moon Tenda di AbramoBan Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við niðurskurði á framlögum til þróunaraðstoðar til að fjármagna móttöku flóttamanna og segir að slíkt geti beinlínis aukið vandann og leitt til keðjuverkunar og vítahrings.

Í yfirlýsingu segir aðalframkvæmdastjórinn að alþjóðasamfélagið verði að bregðast við umfangsmestu þvinguðu fólksflutningum frá síðari heimsstyrjöldinni án þess að draga úr skuldbindingum sínum til að standa straum af afar brýnni opinberri þróunaraðstoð.

Ban Ki-moon segir nauðsynlegt að fjármagna hvort tveggja í senn umönnun flóttamanna og hælisleitenda og þróunarstarf til lengri tíma. „Það ber ekki að skera niður í öðrum þessara málaflokka til að fjármagna hinn,“ segir Ban.

Nánar...

Afmælisráðstefnan tókst vel - kærar þakkir til allra þátttakenda

Heimsmarkmið SÞ rædd en þau munu hafa mikil áhrif á þróun heims til 2030Í tilefni 70 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna héldum við í samstarfi við Íslensku UNESCO nefndina, mennta- og menningarmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið afmælisráðstefnu í gær eins og þið hafið tekið eftir á síðum félagsins. Margt var um góða gesti sem ræddu um samtökin í fortíð, nútíð og framtíð. Farið var yfir þátttöku Íslands á sviði samtakanna undanfarin sjötíu ár og árangur Íslands skoðaður í gegnum árin.

Fjölmargir Íslendingar hafa starfað á vettvangi SÞ í gegnum tíðina, bæði á vegum utanríkisráðuneytisins eða hjá þeim fjölmörgu stofnunum sem undir samtökin heyra. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, opnaði ráðstefnuna og fór yfir nokkur þau atriði sem hafa staðið Íslendingum nærri í samstarfinu innan SÞ, eins og hafréttarmálin og Rakarastofuráðstefnan en jafnréttismál hafa verið einskonar rauður þráður í málflutningi Íslands hjá samtökunum.

Nánar...

SÞ afmælisráðstefna 30.október í Iðnó

Ráðstefna30oktVið höldum afmælishátíð á morgun í tilefni 70 ára afmælis SÞ og UNECSO, í Iðnó kl. 13-16. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við utanríkis- og menntamálaráðuneytið og íslensku UNESCO nefndina. Frú Vigdís Finnbogadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Illugi Gunnarsson eru meðal þeirra sem ávarpa ráðstefnuna en farið verður yfir þátttöku Íslands í starfi SÞ í gegnum árin, heimsmarkmiðin nýju og spurningunni um hvort SÞ hafi mótað betri heim velt upp.

Skráning á ráðstefnuna er hér.

Við hlökkum til að sjá ykkur - verið velkomin!

Nánar...

Sjötugsafmæli Sameinuðu þjóðanna fagnað

UNHQ edited Forsætisráðuneytið, Ráðhúsið í Reykjavík og Friðarsúlan í Viðey eru á meðal rúmlega tvö hundruð þekktra minnismerkja um allan heim sem verða baðaðar í hinum bláa opinbera lit Sameinuðu þjóðanna til að minnast sjötugsafmælis samtakanna á degi Sameinuðu þjóðanna, laugardaginn 24.október 2015.

Heimsþekkt minnismerki og byggingar um víða veröld allt frá Óperuhúsinu í Sidney til Píramídanna í Egyptalandi, Kristsstyttunni í Rio til Kínamúrsins verða flóðlýst í bláum lit. Bláum ljósum verður einnig beint að Empire State Building í New York, Hermitage safninu í Rússlandi, fornleifasvæðinu í Petra í Jórdaníu, Skakka turninum í Pisa, Edinborgar kastala í Skotlandi og Alhambra á Spáni, svo eitthvað sé nefnt.

Nánar...

Gagnahópur fyrir innleiðingu heimsmarkmiðanna

GagnahópurÁ nýafstöðnum leiðtogafundi Sameinu þjóðanna, þar sem hin sautján nýju markmið um sjálfbæra þróun voru samþykkt, var stofnaður vinnuhópur sem á að vinna úr og miðla gögnum til aðildarlanda og borgara sem á að aðstoða þau við að innleiða markmiðin. Um samvinnu er að ræða á milli aðildarlandanna, einkaaðila, fyrirtækja og einstaklinga sem hafa skuldbundið sig til þess að safna og nýta gögn til þess að tryggja að hin nýju markmið verða að veruleika.

Lesa má nánar um hópinn hér.

Heimsins stærsta kennslustund í Flataskóla

20150928 FlataskóliHeimsins stærsta kennslustund fór fram í Flataskóla nú í morgun. Markmið hennar var að kenna börnum í yfir 100 löndum um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru síðastliðinn föstudag og taka við af Þúsaldarmarkmiðunum.

Heimsmarkmiðin eru sautján talsins, fjalla um sjálfbæra þróun og eiga að leiðbeina íbúum jarðar til næstu fimmtán ára. Kjarninn í kennslustundinni í morgun var teiknimynd um heimsmarkmiðin en Sir Ken Robbinson, sem meðal annars er þekktur fyrir TED-fyrirlestur sinn How schools kill creativity, er hugmyndasmiður hennar. Að verkefninu koma einnig Malala Yousafzai, Serena Williams, Neymar og fleiri.

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook