• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmiðin samþykkt

UN houseUNRIC, 24. sept: Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt metnaðarfulla áætlun um sjálfbæra þróun sem miðar að því að útrýma fátækt í heiminum fyrir 2030, stuðla að efnahagslegri velmegun, félagslegri þróun og vernd umhverfisins um allan heim.

„Við erum staðráðin í því að frelsa mannkynið undan oki fátæktar og skorts, og græða og tryggja plánetu okkar,” segir í yfirlýsingu aðildarríkjanna hundrað níutíu og þriggja, þegar samkomulag náðist um tímamótasamning sem ber heitið: „Umbreyting heimsins: Áætlun um Sjálfbæra þróun til 2030.”

Byggt er á árangri Þúsaldarmarkmiðanna um þróun (MDGs) sem áttu þátt í að rífa milljonir manna um allan heim úr viðjum fátæktar. Þúsaldarmarkmiðin voru samþykkt um síðustu alda- og árþúsundamót og giltu í fimmtán ár – renna út um áramót.

Sjálfbæru þróunarmarkmiðin eru flokkur markmiða og undirmarkmiða sem taka til alls heimsins og ber ríkjum að ná þeim innan fimmtán ára eða fyrir 2030. Nýju markmiðin 17, og 169 undirmarkmið þeirra, eru heimsmarkmið í eðli sínu því þau ná tiil allra ríkja, en ekki aðeins þróunarríkja eins og reyndin var með Þúsaldarmarkmiðin.

Nánar...

Leiðtogafundur um heimsmarkmiðin

E SDG Icons-18Dagana 25-27. september munu leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna funda í New York. Þar verða hin nýju markmið um sjálfbæra þróun formlega samþykkt. Þetta er mikilvægt skref fyrir aðildarríkin og íbúa þeirra, því að samþykktin gefur til kynna vilja ríkjanna til að skuldbinda sig því að ná markmiðunum. Markmiðin fela í sér 15 ára aðgerðaráætlun sem stefnir að því að bæta lífskjör alls mannkyns og stuðla að verndun Jarðarinnar. Sjálfbærni er lykillinn að því að áætlunin gangi eftir.

Lesa má um dagskrá fundarins hér.
Vefsjónvarp Sameinuðu þjóðanna. Þar verður hægt að fylgjast með fundinum.
Af hverju eru hin nýju markmið svona mikilvæg?

Síðasta skýrslan um Þúsaldarmarkmiðin

mdg8 reportStarfshópur var stofnaður af aðalritara Sameinuðu þjóðanna árið 2007, til þess að hafa eftirlit með þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem fólust í Þúsaldarmarkmiðunum. Hin nýju sjálfbæru markmið munu taka formlega við af Þúsaldarmarkmiðunum á fundi Allsherjarþingsins dagana 25. - 27. september. Starfshópurinn (The MDG Gap Task Force) hefur því sent frá síðustu skýrsluna sem gerir grein fyrir því hvernig tekist hefur til við að uppfylla þau fimm kjarnamarkmið sem lagt var upp með þegar Þúsaldarmarkmiðin voru samþykkt.

Greining á ferlinu gefur til kynna að það hefur orðið jákvæð þróun hvað varðar samstarf alþjóðlegra aðila. En þó er vissulega ýmislegt sem betur má fara.

Skýrsluna má lesa hér.
Hér má nálgast helstu niðurstöður skýrslunnar, settar fram á myndrænan hátt.
Ávarp Ban Ki-moon í útgáfuhófi skýrslunnar.

Dagskrá SÞ í New York næstu vikur

UNSummitÞað eru margir viðburðirnir sem eru á dagskrá hjá SÞ í New York á næstu vikum, hérna er farið yfir dagskrána:

  • 18/9. Global launch of the 2015 Millennium Development Goal (MDG) Gap Task Force Report.  
  • 21/9. Press briefing by UNDP to announce the winners of the 2015 Equator Prize. 
  • 21/9. New UN Global Compact Executive Director, Lise Kingo, will brief reporters on the upcoming UN Private Sector Forum (26sept.). 

Nánar...

Alþjóðlegur friðardagur 21. september - friðarverkefni

POD landscaAlþjóðlegur friðardagur Sameinuðu þjóðanna er haldinn 21. september ár hvert. Dagurinn var samþykktur fyrst árið 1981 af Sameinuðu þjóðunum en árið 2001 var dagurinn fyrst nýttur til að hvetja til friðsamlegra aðgerða og vopnahlés. Í tilefni dagsins í ár höfum við í samstarfi við Alþjóðamálastofnun HÍ og Friðarsetur Reykjavíkurborgar sett saman þrjá verkefnapakka fyrir mismunandi grunnskólastig. Verkefnin eru tímalega mjög sveigjanleg og hægt að breyta og móta eftir tíma og ramma kennara.  Sjá verkefnin hér.

Nánar...

Ísland og markmið SÞ - grein eftir Þór Á.

 

ÞórÁsgÞór Ásgeirsson, sjávarvistfræðingur og stjórnarmaður í Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi skrifaði í Fréttablaðið um nýju sjálfbærnimarkmið SÞ:

Nú í haust verða ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt af Allsherjarþinginu og munu þau leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem tóku gildi árið 2000. Nýju markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun (sustainable development goals) og eiga að leiðbeina íbúum jarðar næstu fimmtán árin. Aðalmarkmiðin eru sautján að tölu og er fjöldi undirmarkmiða og viðmiðunargilda sem fylgir hverju þeirra. Fyrstu fjögur markmiðin eru um fátækt, hungur, heilsu og menntun, en 14. markmiðið fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar.

„Sjálfbærnimarkmið 14: Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun“.

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook