• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Baráttuvika fyrir menntun 2016: Ójöfn útbreiðsla fjármagns til menntunar ógnar þróunaráætlun á heimsvísu

UN photoEskinder debebe EthiopiaBaráttuvika fyrir menntun er alþjóðlegt átak sem haldið er á heimsvísu ár hvert af Global Campaign for Education (GCE) og stutt af UNESCO, til að vekja athygli á mikilvægi menntunar fyrir alla.

Í ár er átakið haldið 24. – 30. apríl og í tilefni af því hélt UNESCO pallborðsumræður um fjármögnun fyrir Heimsmarkmið númer 4, menntun fyrir alla fyrir 2030, í gær.

Nýta þarf fjármagn þar sem þörfin er mest

Mörg þeirra lágtekjulanda sem nú þegar eyða því fjármagnshlutfalli sem mælt er með í menntun eiga í erfiðleikum með að mæta grunnþörfum menntunar. Samkvæmt Hagskýrslustofnun UNESCO nýtir Eþíópía 27% heildarútgjalda í menntun, þar af 6% í grunnmenntun, en aðeins um það bil 76 Bandaríkjadollarar (um 9500 krónur) fer í hvern grunnskólanemenda á ári. Um 2 milljónir barna á aldrinum 6 – 11 í landinu ganga ekki í skóla, eða um 13,5% af nemendum á grunnskólaldri. Fjölskyldur grunnskólabarna í landinu borga um 70% heildarkostnaðar skólagöngu á móti 30% framlaga ríkisins.

Nánar...

Norræn yfirlýsing um Vestur-Sahara

V-SaharaFélög SÞ á Norðurlöndum sendu nýlegar frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi mannréttindamál í Vestur-Sahara

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, heimsótti Marokkó og Vestur-Sahara í mars 2016. Orðalag framkvæmdastjórans um hernám Marokkó á landinu vakti athygli og sendu marrokkósk stjórnvöld fleiri tugi friðargæslustarfsmenn heim. Málefni Vestur-Sahara verða á dagskrá Öryggisráðsins í vikunni og er það von Norrænu Félaga SÞ að MINURSO, friðargæslusveit SÞ í Marrokkó, fái aukið umboð til að skoða mannréttindamál í landinu. Yfirlýsingin hljóðar svo:

Nánar...

Parísarsamkomulagið: almenningur þrýsti á stjórnvöld

KerrySameinuðu þjóðirnar hvetja fólk um allan heim til að beita leiðtogana þrýstingi sem undirrituðu Parísarsamkomulagið um loftslagsbreytingar á föstudag og láta þá gera reikningsskil.

175 ríki undirrituðu Parísarsamkomulagið um viðnám gegn loftslagsbreytingum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Aðalframkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-moon, sagði við það tækifæri að það væri þýðingarmikið að sáttmálinn gengi í gildi sem fyrst.

Nánar...

Loftslagssamningur SÞ undirritaður í dag

Paris Agreement Logo Final ICELANDICÞað er stór dagur í dag þegar fulltrúar 165 ríkja undirrita Parísarsáttmálann um viðnám gegn loftslagsbreytingum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Undirritunarathöfnin hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu á webtv.un.org.

Nánar...

Heimsleikarnir í Framahaldsskólanum í Mosó

022 2Heimsleikarnir 2016 voru haldnir í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í dag síðasta vetrardag 

Um var að ræða þemadag um Heimsmarkmið SÞ þar sem hefðbundið skólastarf var brotið upp. Nemendur skólans kepptu í liðum en hópur nemenda hafði tekið að sér að vera liðstjórar og gerðu það með miklum sóma.

Nánar...

Umbrot, óánægja og svo ?

E SDG Icons NoText-16Nína Guðrún Baldursdóttir og Auður Inga Rúnarsdóttir, fulltrúar í Ungmennaráði félagsins skrifa: 

"Undanfarið höfum við orðið vitni að því að almenningur hefur haft fyrir því að koma skoðunum sínum óvenju skýrt og ákveðið á framfæri. Þó að vissulega sé mönnum misheitt í hamsi virðist undirliggjandi krafa um aukið réttlæti og trúverðugleika augljós.  Í fyrra voru samþykkt einróma ný Heimsmarkmið sem eiga að leiðbeina öllum ríkjum heims í átt að sjálfbærri þróun á tímabilinu 2015 til 2030. 

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook