• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Ráðstefna um fjármögnun í þróunarsamvinnu

Dagana 13. - 17. júlí mun Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna funda í Addis Ababa. Tilgangur fundarins er að komast að samkomulagi um það hvernig best er að standa að fjármögnun, þannig að hin nýju markmið um sjálfbæra þróun geti orðið að veruleika. Allsherjarþingið hefur lagt mikla áherslu á það að allir hagsmunaaðilar, bæði innan einka- og ríkisgeirans, fái að koma sínum skoðunum á framfæri.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er fulltrúi Íslands á ráðstefnunni.

Upplýsingar um fundinn

Fréttir um fundinn má lesa hér og hér.

Hér má fylgjast með fundinum í vefsjónvarpi Sameinuðu þjóðanna

Þúsaldarmarkmiðin hafa verið leiðarljós

MDG report2015Þúsaldarmarkmiðin um þróun hafa verið heiminum leiðarljós í að frelsa meir en einn milljarða manna úr fjötrum fátæktar. Þetta er niðurstaða síðustu áfangaskýrslu um framgang Þúsaldarmarkmiðanna um þróun en þau renna út í árslok 2015. Markmiðin sem voru samþykkt í tilefni þúsaldarmótanna 2000, hafa átt þátt í að fækka þeim verulega sem stríða við hungur og vannæringu, tryggt fleiri stúlkum menntun en áður. Á hinn bóginn þarf enn að lyfta grettistaki til að tryggja að þeir sem standa höllustum fæti í heiminum séu ekki skildir eftir.

Nánar...

Vellíðan fyrir alla á öllum aldri!

markmið3Markmið númer þrjú nýrra markmiða SÞ um sjálfbæra þróun er að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla á öllum aldri. Í því felst meðal annars að draga verulega úr mæðradauða, koma í veg fyrir ungbarnadauða, binda enda á ýmis konar sjúkdómsfaraldra eins og alnæmi og malaríu, auka forvarnir og bæta stórlega aðgang að heilsugæslu. Þetta á að framkvæma meðal annars með því að auka rannsóknir á bóluefnum og öðrum lyfjum, auka fjárframlög til heilsugæslu og styrkja getu þróunarlanda til þess að takast á við heilsuváir.

Nánar...

Sjálfbærar samgöngur - starfshópur skrifar skýrslu

Markmið11 samgSDG markmið nr. 11 fjallar um sjálfbærar samgöngur. Starfshóp á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur verið falið það verkefni að halda ráðstefnu og gera skýrslu um sjálbærar samgöngur. Sjá nánar hér.
‪#‎unaiceland ‬‪#‎sustainabletransport‬

"Plaststrendur" í Bíó Paradís á alþjóðadegi hafsins

oceans day report1Plastic shores, leikstýrð af Edward Scott-Clarke, kl. 20 í Bíó Paradís mánudaginn 8. júní. Umræður í lok myndar.

Sameinuðu þjóðirnar og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi bjóða til kvikmyndasýningar og umræðna um plastmengun í sjónum í tilefni af alþjóðlegum degi hafsins, 8. júní. Kvikmyndin Plaststrendur verður þá sýnd í Bíó Paradís klukkan 20:00. Myndin heitir á frummálinu Plastic shores og er leikstýrð af Edward Scott-Clarke.

Að myndinni lokinni taka þátt í umræðum um efni myndarinnar Egill Helgason, sjónvarpsmaður, Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Matís og Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.

Nánar...

Örmyndband: Hvernig heimi viljum við búa í 2030?

örmyndbandHvernig heimi viljum við búa í árið 2030, þegar við verðum þrítug? Hvað ætlum við að leggja af mörkum til þess? Hvernig getum við tryggt að enginn jarðarbúi þurfi að búa við hungur og hvernig getum við minnkað matarsóun? Þetta eru dæmi um spurningar sem 9. bekkingar í Salaskóla og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ræddu um undir styrkri stjórn Friðriks Dórs Jónssonar söngvara, á líflegum fundi fyrir stuttu. Myndbandið má sjá hér.

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook