• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

SÞ 70 afmælispistill í Sæmundi

Saemi SINENýtt tölublað Samband íslenskra námsmanna erlendis - Sæmundur - var að koma út í vikunni. Skemmtilegar greinar m.a. frá ungu fólki sem er í námi erlendis að safna sér alþjóðlegrar reynslu. Einnig SÞ 70 afmælispistill frá okkur þar sem farið er yfir möguleika ungs fólks að starfsnámi eða sjálfboðaliðastarfi hjá SÞ.

Sjá hér: SÍNE - Sæmundur 2015

Störf hjá UNESCO í París

UNESCO NYTT-1-e1423662955611Íslenska UNESCO nefndin auglýsir eftir umsóknum um störf hjá UNESCO í tengslum við UNESCO Young Professionals Programme 2015. Um er að ræða störf til eins árs, annaðhvort á höfuðstöðvum stofnunarinnar í París eða á einhverri af starfsstöðvum hennar víða um heim, með möguleika á fastráðningu að þeim tíma loknum. Sjá hér.

Nánar...

Stattu með taugakerfinu - þjóðarátak

Taugak ORGTaugafélögin á Íslandi óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að samþykkja að bæta við átjánda þróunarmarkmiði SÞ um sjálfbæra þróun sem snýr að því að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess. Hægt er að skrifa undir þjóðarátakið hér: taugakerfid.is

Nánar...

Matur og Mold - örfyrirlestur 6. maí

mold1Vekjum athygli á örfyrirlestri á miðvikudaginn 6.maí í tengslum við alþjóðlegt jarðvegsár SÞ 2015. Þrjú virkilega áhugaverð erindi sem hefjast kl. 12. Súpa og brauð að hætti Kaffi Loka. Hvetjum ykkur til að mæta.

Sjá dagskrá hér neðar:

Nánar...

Tjáningarfrelsi er forsenda framfara

Media PressTjáningarfrelsi og frjáls fjölmiðlun eru grundvallar stoðir góðra stjórnunarhátta og mannréttinda um allan heim, að því er oddvitar Sameinuðu þjóðanna segja í sameiginlegri yfirlýsingu sinni í tilefni af Alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis sem haldinn var s.l. sunnudag, 3. maí.

Eigi friður að vera varanlegur og þróun sjálfbær, ber að virða mannréttinda,“ segja oddvitar Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Irina Bokova, forstjóra Menningarstofnur samtakanna (UNESCO).

Nánar...

30.apríl: Salaskóli kynnir nýju þróunarmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun

Salaskoli  6 mlogoÁ morgun fimmtudag 30. apríl kynna nemendur í 9. bekk Salaskóla sýn sína á markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, fyrir utanríkisráðherra og skólafélögum sínum. Markmið viðburðarins er að vekja athygli á mótun markmiðanna, sem samþykkt verða á sérstökum leiðtogafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Nemendurnir eru fæddir árið 2000, sama ár og Þúsaldarmarkmið SÞ voru samþykkt. Kynningum nemenda og framlagi þeirra í umræðuna um markmiðin verður safnað saman undir kassamerkinu #okkarheimur2030.

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook