• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Starfstöðvar SÞ friðhelgar

Ban ki-moon skýrslaStjórnvöld í Ísrael bera ábyrgð á árásum á byggingar og skóla Sameinuðu þjóðanna á Gaza í fyrra. Þetta segir í niðurstöðum rannsóknar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í bréfi sem Ban Ki-moon framkvæmdastjóri sendi Öryggisráðinu segist hann fordæma það að 44 Palestínumenn hafi látið lífið og 227 særst í árásum Ísraela á byggingar samtakanna sem notuð hefðu verið sem neyðarskýli. Hann segist ætla að gera allt í sínu valdi til að tryggja að atburðir sem þessir verði ekki endurteknir. Starfstöðvar Sameinuði þjóðanna séu friðhelgar.

Nánar...

UNESCO nýtir samskiptatækni til að auka læsi

BookDayMainLæsi er forsenda þekkingar, lykill að sjálfsvirðingu og valdeflingu einstaklinga. Alþjóðdagur bóka og höfundarréttar er í dag, 23.apríl. Bækur, í hvaða formi sem er, geta skipt sköpum. 175 milljónir unglinga um allan heim eru algjörlega ólæsar, geta ekki lesið eina setningu. UNESCO, Mennta-, vísinda og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, vinnur að því að virkja nýjust upplýsinga- og samskiptatækni til að auka læsi og ná til sem flestra í heiminum.

Nánar...

Félag SÞ í Finnlandi: aðstoðar Masaii

Masaai - overlooking land - perhaps main picnsp 44Jenni Kauppila hjá finnska félagi SÞ sagði nýverið í viðtali við Norræna fréttabréf UNRIC frá samstarfsverkefni við Masaai ættbálkinn í Tanzaníu en þau eiga nú í hættu á að missa landið sitt. Aðgerðirnar hófust í síðasta mánuði og hafa 114 býli verið brennd til grunna. Þrjú þúsund manns hafa misst heimili sín og hafast við undir berum himni án matar, lyfja og verndar. Ortello Business Corporation (OBC) sem er fyrirtæki skráð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ætlar að selja rándýrar safari- og veiðiferðir. Sjá nánar: Norrænt fréttabréf UNRIC.

Alþjóðasakamáladómstóll SÞ býður Palestínu velkomið sem nýtt aðildarríki

pr1106-webÞann 1. apríl síðastliðinn varð Palestína 123. aðildarríki Rómar sáttmálans og þar með aðili að Alþjóðasakamáladómstól Sameinuðu Þjóðanna (ICC). Vonir standa til að með aðild styrki ríkið réttarstöðu sína gagnvart Ísrael og tryggi aukna virðingu fyrir alþjóðalögum og komið verði í veg fyrir refsileysi. Samkvæmt varaforseta dómstólsins, Kuniko Ozaki, er aðild að sáttmálanum þó einungis byrjunin á þessu ferli. Sem meðlimur að Rómar sáttmálanum hefur ríkið aflað sér ýmissa réttinda sem því fylgja en þarf einnig að taka alvarlega þær skuldbindingar sem aðild að dómstólnum felur í sér.

Nánar...

Val á nýjum framkvæmdastjóra SÞ 2016

1for7 1Val á aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna fer fram á næsta ári. Þetta er lokað ferli sem einungis meðlimir Öryggisráðsins taka þátt í. Ferlið hefur verið gagnrýnt lengi fyrir að vera ekki í anda Sameinuðu þjóðanna og hefur nú verið skorað á Sameinuðu þjóðirnar um að breyta því til hins betra, gera það sanngjarnara, gagnsætt og opið þeim sem óska eftir að taka þátt.

Þykir sérlega mikilvægt að gera umbætur á framkvæmd valsins þar sem aðalframkvæmdastjórinn er æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna og gegnir því afar mikilvægu hlutverki í mótun starfsins. Mikilvægt er að besta manneskjan sé valin í starfið.  Á næsta ári ætti samkvæmt gamla ferlinu aðili frá Austur-Evrópu að eiga betri möguleika en aðrir, og mjög líklegt er að það verði kona. Sjá hér: www.1for7billion.org. 

Nánar...

Loftslagsráðstefna SÞ í París

logo cop21-3 1Í lok árs 2015 mun 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP21/CMP11) fara fram í París. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar þar sem vonir eru bundnar við að þjóðir heims samþykki nýjan Rammasamning Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsbreytinga (UNFCCC). Einnig eru vonir bundnar við að ráðstefnan í París 2015 festi endanlega í sessi breytta hugmyndafræði í tengslum við baráttuna gegn hnattrænni hlýnun. 

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook