goal1

goal2

lif3

goal4

goal5

goal6

goal7

goal8

goal9

goal10

goal11

goal12

goal13

lif14lif

goal15

goal16

goal17

heims

 

MARKMIÐ 16: STUÐLA AÐ FRIÐSÆLUM OG SJÁLFBÆRUM SAMFÉLÖGUM FYRIR ALLA, TRYGGJA JAFNAN AÐGANG AÐ RÉTTARKERFI OG KOMA Á FÓT SKILVIRKUM OG ÁBYRGUM STOFNUNUM FYRIR ALLA Á ÖLLUM STIGUM

UNDIRMARKMIÐ:

16.1 Dregið verði alls staðar verulega úr öllum tegundum ofbeldis og tengdum dauðsföllum.

16.2 Upprætt verði misnotkun, misneyting, mansal og allar tegundir ofbeldis gegn börnum og pyntingar á þeim.

16.3 Réttarríkið verði eflt á landsbundnum og alþjóðlegum vettvangi og jafn aðgangur allra að réttarkerfinu tryggður.

16.4 Eigi síðar en árið 2030 verði dregið verulega úr ólöglegu flæði fjármagns og vopna, efld endurheimt og skil á stolnum eigum og barátta gegn hvers kyns skipulagðri brotastarfsemi.

16.5 Dregið verði verulega úr spillingu og mútum í öllum myndum.

16.6 Þróaðar verði skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum stigum sem hafa gagnsæi að leiðarljósi.

16.7 Tryggð verði ákvarðanataka á öllum stigum þar sem brugðist er við aðstæðum, er víðtæk, byggist á þátttöku og er lýsandi.

16.8 Víkkuð verði út og efld þátttaka þróunarlanda í stofnunum sem eru ábyrgar fyrir stjórnun á heimsvísu.

16.9 Öllum verði útveguð lögleg skilríki, þ.m.t. fæðingarvottorð, eigi síðar en árið 2030.

16.10 Tryggður verði aðgangur að upplýsingum og vernd grundvallarréttinda í samræmi við landslöggjöf og alþjóðasamninga.

16.a Viðeigandi landsbundnar stofnanir verði styrktar, s.s. á grundvelli alþjóðlegrar samvinnu, með því að efla getu á öllum stigum, einkum í þróunarlöndunum, til að koma í veg fyrir ofbeldi og berjast gegn hryðjuverkum og brotastarfsemi.

16.b Lög og stefnumál á sviði sjálfbærrar þróunar, án mismununar, verði efld og þeim framfylgt.

____________________________________________________________________________________________________________________________________

Umbrot, óánægja og svo ?

E SDG Icons NoText-16Nína Guðrún Baldursdóttir og Auður Inga Rúnarsdóttir, fulltrúar í Ungmennaráði félagsins skrifa: 

"Undanfarið höfum við orðið vitni að því að almenningur hefur haft fyrir því að koma skoðunum sínum óvenju skýrt og ákveðið á framfæri. Þó að vissulega sé mönnum misheitt í hamsi virðist undirliggjandi krafa um aukið réttlæti og trúverðugleika augljós.  Í fyrra voru samþykkt einróma ný Heimsmarkmið sem eiga að leiðbeina öllum ríkjum heims í átt að sjálfbærri þróun á tímabilinu 2015 til 2030. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 16 snýr einmitt að friði, réttlæti og sterkum stofnunum. 

Nánar...

Ungt fólk vinnur að friðaruppbyggingu í Kólumbíu

cq5dam.web.380.253Í því viðvarandi ófriðarástandi sem ríkir í Kólumbíu hefur ungt fólk tekið vel í þau tækifæri sem þeim hafa boðist til að gerast boðberar friðar. Samstarfsverkefni þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og staðbundinna samtaka sem vinnur í þágu friðar hefur gefið góða raun og þykir undirstrika nauðsyn þess að ungt fólk eigi virka aðkomu að ferlum sem þessum.

 

Síðastliðin 60 ár hafa Kólumbíumenn ekki upplifað svo mikið sem einn dag sem einkennst hefur af friði. Hugsanlega er það ein ástæða þess að þarlendt ungt fólk hefur fagnað tækifærinu til þess að gerast leiðtogar og þáttakendur í friðaruppbyggingu: ,,Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast landi sem ég hef aldrei þekkt, landi þar sem enginn deyr vegna stríðs” hefur Karin Andersson, ráðgjafi um þáttöku og friðaruppbyggingu á vegum UNDP í Kólumbíu, eftir ungri konu sem tekið hafði þátt í hátíðarhöldum í þágu friðar í héraðinu Norte de Santander.

Nánar...

Í Sómalílandi hafa staðbundin samfélög ávinning af dreifistýringu

cq5dam.web.460.306

Réttlátar stofnanir sem mæta þörfum fólksins eru lykill að friði.

Hluti heimsmarkmiðs númer 16 miðar að því að tryggja aðgengi allra að skilvirkum, ábyrgum og gagnsægjum stofnunum (16.6) auk þess að sjá skuli til þess að ákvörðunartöku sé þannig háttað að hún sé virkt ferli milli almennings og stjórnvalda (16.7). Ein af þeim aðferðum sem notast hefur verið við til að bæta aðgengi og ábata fólks af stofnunum er dreifing miðstjórnarvalds (dreifstýring), aðgerð sem færir valdið nær fólkinu. Slíkar aðgerðir sýna ávinning sinn ekki síst í löndum þar sem innviðir eru veikir fyrir eftir langvarandi upplausn og átök. 

 

Frétt UNDP (United Nations Development Program) um málið má lesa hér.

Hér má nálgast myndband um fréttina.

Nánar...

Ungt fólk og friður

UNSCR-2Þann 9. desember 2015 samþykkti Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ályktun 2250 um ungt fólk, frið og öryggi og var það í fyrsta skipti í sögu þess þar sem hlutverk ungra manna og kvenna í uppbyggingu friðar og baráttu gegn ofstækisfullum öfgaöflum voru í algjörum brennidepli. 

 

Nærri því helmingur fólks í heiminum er undir 25 ára aldri. Ályktun 2250, sem flutt var fram af Jórdaníu, er fordæmalaus viðurkenning á þeirri brýnu þörf til þess að fá unga friðaruppbyggjendur til að taka þátt í að stuðla að friði og vinna gegn öfgastefnum. Ályktunin er talin vera sú fyrsta sinnar gerðar sem tekur til ungmenna, friðar og öryggis og er því tímamótaskjal, áþekkt ályktun 1325 um konur, frið og öryggi sem samþykkt var fyrir um 15 árum. Á bakvið ályktunina liggur margra ára vinna og stefnumótun sem telur meðal annars Amman yfirlýsingunna sem samþykkt var í ágúst 2015 og var afrakstur fyrsta alþjóðlega almenna umræðufundarinns um ungt fólk, frið og öryggi sem um 10.000 ungir friðaruppbyggjendur tóku þátt í.

 

Nánar...

Friður og réttlæti - heimsmarkmið 16

hm161.janúar 2016

Heimsmarkmið 16 fjallar um friðsæl samfélög fyrir alla, en einnig að tryggja jafnan aðgang að réttarkerfi. Það voru öflugar hreyfingar fjöldamargra borgarasamtaka sem lögðu mikið á sig að ná inn þessum málefnum og hefur markmiðið þar af leiðandi verið nefnt markmið fólksins. Hér meðfylgjandi er grein um 16. heimsmarkmiðið úr "The Guardian": "Acess to Justice for all? Now that would be a measurably good thing". 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18