goal1

goal2

lif3

goal4

goal5

goal6

goal7

goal8

goal9

goal10

goal11

goal12

goal13

lif14lif

goal15

goal16

goal17

heims

MARKMIÐ 17: STYRKJA FRAMKVÆMD OG BLÁSA LÍFI Í HNATTRÆNA SAMVINNU UM SJÁLFBÆRA ÞRÓUN

UNDIRMARKMIÐ:

Fjármál

17.1 Virkjun fjármagns innanlands verði efld, meðal annars með alþjóðlegum stuðningi við þróunarlönd, til að bæta innlenda getu til öflunar skatttekna og annarra tekna. 

17.2 Iðnríkin komi að fullu til framkvæmda skuldbindingum sínum um opinbera þróunaraðstoð, s.s. þeirri skuldbindingu margra iðnríkja að láta 0,7% af OÞA/VÞT renna til þróunarlanda og 0,15 til 0,20% af OÞA/VÞT til þeirra landa sem eru skemmst á veg komin í þróun; veitendur opinberrar þróunaraðstoðar eru hvattir til að íhuga það að setja sér það markmið að láta a.m.k. 0,20% af OÞA/VÞT renna til fátækustu þróunarríkjanna.

17.3 Viðbótarfjármagn frá fjölmörgum aðilum verði virkjað í þágu þróunarlanda.

17.4 Þróunarlönd fái aðstoð til að ná skuldaþoli til lengri tíma litið með samræmdum stefnumálum sem miða að því að vinna að fjármögnun, niðurfellingu og endurskipulagningu skulda, eftir því sem við á, og tekist verði á við erlendar skuldir mjög skuldsettra, fátækra ríkja til að draga úr skuldavanda.

17.5 Kerfi til að efla fjárfestingu fyrir þau lönd sem eru skemmst á veg komin í þróun verði samþykkt og þeim komið til framkvæmda.

Tækni

17.6 Eflt verði samstarf milli svæða í norðri og suðri, innan suðursvæða og þríhliða svæðisbundið og alþjóðlegt samstarf um vísindi, tækni og nýsköpun, og aðgangur að þessum sviðum verði efldur, enn fremur verði þekkingarmiðlun efld með gagnkvæmu samþykki, meðal annars með bættri samræmingu fyrirliggjandi kerfa, einkum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og gegnum hnattræn kerfi sem hafa það að markmiði að greiða fyrir tækni.

17.7 Stuðlað verði að þróun, yfirfærslu, miðlun og dreifingu umhverfisvænnar tækni til þróunarlandanna með hagstæðari skilmálum, m.a. ívilnandi skilmálum og vildarkjörum, eftir því sem gagnkvæmt samkomulag næst um.

17.8 Eigi síðar en árið 2017 verði tæknibanki og kerfi til uppbyggingar á getu á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar að fullu starfhæf fyrir þau lönd sem eru skemmst á veg komin í þróun og notkun stuðningstækni efld, einkum upplýsinga- og fjarskiptatækni.
Uppbygging getu

17.9 Efldur verði alþjóðlegur stuðningur vegna framkvæmdar skilvirkrar og hnitmiðaðrar uppbyggingar á getu í þróunarlöndunum til að styðja við landsáætlanir um að koma öllum sjálfbærum þróunarmarkmiðum til framkvæmda, þ.m.t. með samstarfi milli svæða í norðri og suðri, innan suðursvæða og þríhliða samstarfi.
Viðskipti

17.10 Stuðlað verði að alhliða, opnu og jafnvægu marghliða viðskiptakerfi, sem byggist á reglum og er án mismununar, innan ramma Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, svo sem með því að ljúka viðræðum innan áætlunar stofnunarinnar, Dóha-þróunaráætlunarinnar.

17.11 Útflutningur þróunarlanda verði aukinn verulega, einkum með það fyrir augum að tvöfalda, eigi síðar en árið 2020, hlut þeirra landa sem eru skemmst á veg komin í þróun í útflutningi á heimsvísu.

17.12 Komið verði tímanlega til framkvæmda tollfrjálsum og kvótalausum markaðsaðgangi á varanlegum grunni fyrir a.m.k. iðnríkin, í samræmi við ákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, þ.m.t. með því að tryggja að upprunareglur, sem veita fríðindi og eiga við um innflutning frá þeim löndum sem eru skemmst á veg komin í þróun, séu gagnsæjar og einfaldar og stuðli að því að greiða fyrir markaðsaðgangi.

Altæk málefni:

Stefnumál og stofnanabundin samfella.

17.13 Efldur verði þjóðhagslegur stöðugleiki á hnattræna vísu, þ.m.t. með því að samræma stefnur og samfellu í stefnumálum.

17.14 Efld verði samfella í stefnumálum varðandi sjálfbæra þróun.

17.15 Svigrúm og vald hvers lands til að koma á og framfylgja stefnum um útrýmingu fátæktar og sjálfbæra þróun verði virt.
Samstarf fjölhagsmunaaðila.

17.16 Eflt verði samstarf á heimsvísu um sjálfbæra þróun, stutt samstarfi fjölhagsmunaaðila um að virkja og miðla þekkingu, sérkunnáttu, tækni og fjármagni, til að styðja við að markmiðum um sjálfbæra þróun verði náð í öllum löndum, einkum þróunarlöndum.

17.17 Hvatt verði til og stutt við skilvirk samstarfsverkefni opinberra aðila, opinberra aðila og einkaaðila og borgaralegs samfélags, þar sem byggt er á reynslu og fjármögnunaraðferðum samstarfsverkefna.

Gögn, eftirlit og ábyrgð.

17.18 Efldur verði stuðningur við þróunarlöndin, eigi síðar en árið 2020, hvað varðar uppbyggingu getu, þ.m.t. fyrir þau lönd sem er skemmst á veg komin í þróun og lítil eyríki í þróun, til að auka verulega framboð á afar góðum, tímanlegum og áreiðanlegum gögnum, sundurliðuðum eftir tekjum, kyni, aldri, kynþætti, þjóðernislegum uppruna, stöðu innflytjenda, fötlun, landfræðilegri staðsetningu og öðrum einkennum sem eiga við í landsbundnu samhengi.

17.19 Eigi síðar en árið 2030 verði byggt á fyrirliggjandi framtaksverkefnum til að þróa mælikvarða fyrir framvindu sjálfbærrar þróunar, sem kemur til viðbótar vergri landsframleiðslu, og stutt verði við uppbyggingu tölfræðilegrar getu í þróunarlöndunum

____________________________________________________________________________________________________________________________________

Markmið númer sautján

Slide17
 
Sautjánda og síðasta markmiðið af hinum nýju markmiðum um sjálfbæra þróun lýtur að því að styrkja framkvæmd og blása lífi í hnattræna samvinnu um sjálfbæra þróun. Til þess að það markmið náist verður sjónum beint að fjármögnun, tækniþróun, getuaukningu þróunarlanda og viðskipti milli landa. Þetta markmið er vissulega kjarninn í því að hin markmiðin verði einnig að veruleika.

Hér má lesa nánar um öll markmiðin
Hér má lesa um hlutverk Þróunarstofnunar SÞ í því að koma markmiðunum í framkvæmd
Hér má nálgast frekari upplýsingar um hin nýju markmið

Eru iðnríkin tilbúin?

Þúsaldarmarkmiðin hafa leitt til sýnilegs árangur í mörgum þróunarlöndum. En þegar hin nýju markmið um sjálfbæra þróun verða samþykkt mun þess vera krafist af iðnríkjum heimsins (OECD) að þau innleiði þá staðla sem markmiðin gera ráð fyrir. Nýleg skýrsla sýnir hins vegar að mörg af iðnríkjunum þurfa að bæta sig allverulega til þess að vera fyrirmyndir hvað varðar sjálfbæra þróun.

Gefin hefur verið út skýrsla þar sem farið er yfir þessi mál. Skýrslan er byggð á samanburðarransókn innan 34 OECD ríkja og var skoðað hversu vel ríkin eru í stakk búin til þess að ná hinum nýju sautján markmiðum. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessari stærðargráðu þar sem rannsökuð er staða þessara ríkja hvað sjálfbæra þróun varðar. Skýrslan bendir á hvaða lönd standa sig vel og í hverju ríkin þurfa að bæta sig til þess að vera betur í stakk búin til þess að takast á við þetta nýja verkefni. 

Skýrsluna má nálgast hér 
Heimasíða OECD

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18