goal1

goal2

lif3

goal4

goal5

goal6

goal7

goal8

goal9

goal10

goal11

goal12

goal13

lif14lif

goal15

goal16

goal17

heims

MARKMIÐ 6: TRYGGJA AÐGENGI, OG SJÁLFBÆRA NÝTINGU, ALLRA Á HREINU VATNI OG SALERNISAÐSTÖÐU

UNDIRMARKMIÐ:

6.1 Eigi síðar en árið 2030 verði öllum tryggður almennur og réttmætur aðgangur að heilnæmu drykkjarvatni á viðráðanlegu verði.

6.2 Eigi síðar en árið 2030 verði öllum tryggður aðgangur að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu með réttmætum hætti og endir verði bundinn á að menn gangi örna sinna utan dyra, þar sem sérstakri athygli er beint að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmum aðstæðum.

6.3 Eigi síðar en árið 2030 verði vatnsgæði aukin með því að draga úr mengun, útiloka að sorpi sé fleygt og lágmarka losun hættulegra íðefna og efna, helminga hlutfall óunnins skólps og með því að auka verulega endurvinnslu og örugga endurnotkun um heim allan.

6.4 Eigi síðar en árið 2030 verði nýtni vatnsnotkunar aukin verulega á öllum sviðum og dregið verði úr notkun ferskvatns á sjálfbæran hátt og sjálfbært framboð þess tryggt í því skyni að takast á við vatnsskort og jafnframt verði dregið verulega úr fjölda þess fólks sem þjáist vegna vatnsskorts.

6.5 Eigi síðar en árið 2030 komi samþætt stjórnun vatnsauðlinda til framkvæmda á öllum sviðum, meðal annars með samstarfi yfir landamæri eftir því sem við á.

6.6 Eigi síðar en árið 2020 komi til framkvæmda vernd og endurheimt vatnstengdra vistkerfa, þar með talið fjallendi, skógar, votlendi, ár, veitar og vötn. 

6.a Eigi síðar en árið 2030 verði alþjóðleg samvinna og stuðningur til þess að efla getu færð út til þróunarlanda vegna starfsemi og áætlana sem tengjast vatni og hreinlætisaðgerðum, þar með talin vatnstekja, afsöltun, vatnsnýtni, hreinsun skólps, endurvinnsla og endurnotkunartækni.

6.b Stutt verði við þátttöku nærsamfélaga og hún efld til þess að bæta megi stjórnun vatns og hreinlætisaðgerða.

____________________________________________________________________________________________________________________________________

Meira en 700 milljónir enn án aðgangs að hreinu vatni

-Skilaboð frá Aðalframkvæmdastjóra UNESCO vegna alþjóðadags vatnsins, 22. mars 2016.

worldwaterdayHér að neðan eru skilaboð frá Irina Bokova, aðalfræmkvæmdastjóra mennta- og menniningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um vatnsmál í heiminum í tilefni af alþjóðadegi vatnsins þann 22. mars. Irina fer um víðan völl í grein sinni enda eru vandamál tengd vatnsnotkun í heiminum mörg og ýmislegt sem þarf að laga til að ná heimsmarkmiði númer 6 um hreint vatn og viðunnandi hreinlætisaðstöðu.

 

 

Nánar...

Nemendur í Laugarnesskóla kynna heimsmarkmiðin

Hreint vatn og salernisaðstaða

Emil Davíðsson (11) og Steinunn Ásta Davíðsdóttir (8) nemendur í Laugarnesskóla kynna hér heimsmarkmið númer 6 sem snýr að því að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu. Í því felst meðal annars að beina sjónum sérstaklega að þörfum kvenna hvað þetta varðar, auka gæði vatns með því að draga úr mengun, vernda og endurlífga vatnasvið. 

Betri nýting á vatni

Á opnunarhátíð World Water Week ráðstefnunni í Stokkhólmi í síðustu viku tilkynnti Landbúnaðarstofnun SÞ að hún myndi þróa nýjan gagnagrunn. Gagnagrunninum er ætlað að nota gervihnattamyndir til þess að safna saman upplýsingum um hvernig nýta megi vatn til landbúnaðar á skilvirkari hátt. Markmiðið er að aðstoða lönd þar sem vatn er að skornum skammti, sérstaklega í austur og norður Afríku, við að stýra vatnsnotkun með hnitmiðaðri og sjálfbærari hætti.
Því hefur verið spáð að fyrir árið 2025 munu um 1,8 milljarðar mannfólks búa við algeren vatnsskort og um 2/3 af heiminum munu líða mikinn vatnsskort.

Lesa má nánar um verkefnið hér
Heimasíða Landbúnaðarstofnunar SÞ 
Fréttatilkynning 

Uppræting hitabeltissjúkdóma

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) ákvað á dögunum að efla enn frekar þjónustu sína sem lýtur að því að tryggja fólki hreint vatn og auka almennt hreinlæti, með það fyrir augum að koma í veg fyrir og uppræta hitabeltissjúkdóma. Milljónir manna þjást af hitabeltissjúkdómum sem hægt væri að koma í veg fyrir með auknu hreinlæti og betra aðgengi að vatni. Aðgerðir til þess að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma geta einnig leitt til þess að fátækt minnki. 

Frétt á vef SÞ
Fréttatilkynning Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
Heimasíða um vatn og hreinlæti 

Markmið númer sex

Slide06Markmið númer 6 af hinum nýju markmiðum um sjálfbæra þróun er að tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu. Í því felst meðal annars að beina sjónum sérstaklega að þörfum kvenna hvað þetta varðar, auka gæði vatns með því að draga úr mengun og vernda og endurlífga vatnasvið

Heimasíða Vatnsstofnunar Sameinuðu þjóðanna
Skýrsla um hvernig ná má markmiðinu 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18