goal1

goal2

lif3

goal4

goal5

goal6

goal7

goal8

goal9

goal10

goal11

goal12

goal13

lif14lif

goal15

goal16

goal17

heims

MARKMIÐ 7: TRYGGJA ÖLLUM AÐGANG AÐ ÖRUGGRI OG SJÁLFBÆRRI ORKU Á VIÐRÁÐANLEGU VERÐI

UNDIRMARKMIÐ:

7.1 Eigi síðar en árið 2030 verði almennt aðgengi tryggt að nútímalegri og áreiðanlegri orkuþjónustu á viðráðanlegu verði.

7.2 Eigi síðar en árið 2030 verði hlutur endurnýjanlegrar orku í orkusamsetningu heimsins aukinn verulega.

7.3 Eigi síðar en árið 2030 hafi hraði úrbóta í orkunýtni verið tvöfaldaður.

7.a Eigi síðar en árið 2030 verði alþjóðleg samvinna aukin í því skyni að auðvelda aðgengi að rannsóknum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku, meðal annars endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og þróaðrar og hreinni tækni á sviði jarðefnaeldsneytis, og ýtt undir fjárfestingu í orkugrunnvirkjum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku.

7.b Eigi síðar en árið 2030 verði aukið við grunnvirki og tækni uppfærð í því skyni að veita öllum í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin í þróun og í smáeyþróunarríki og landluktum þróunarlöndum, nútímalega og sjálfbæra orkuþjónustu í samræmi við stuðningsáætlanir hvers og eins.

____________________________________________________________________________________________________________________________________

Heimsmarkmið nr. 7 - Sjálbær orka

Edvard Dagur Edvardsson kynnir hér heimsmarkmið númer 7 sem snýr að því að tryggja öllum aðgang að öryggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.  Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á www.un.is/heimsmarkmidin.

Stöðumat um sjálfbærar samgöngur

Á nýafstaðinni ráðstefnu í Addis Ababa var gefið út stöðumat um sjálfbærar samgöngur. Í matinu kemur fram að samgöngur eru mikilvægar í öllum löndum og skipta máli hvað varðar til dæmis efnahagsvöxt. Mikilvægt er að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis hvað þetta varðar. Talið er að með því að bæta orkunýtni er unnt að spara gríðarlegar fjárhæðir. Ljóst er að opinberir og einkaaðilar verða að vinna saman að því að ná þessum markmiðum.

Fréttatilkynning um stöðumatið
Stöðumatið 
Sjálfbærar samgöngur 

Draga á úr notkun jarðefnaeldsneyta

Mikilvægt skref var stigið á G7 fundinum sem haldinn er þessa dagana í Þýskalandi. Þar féllust ráðamenn helstu iðnríkja heims á mikilvægi þess að hætta að treysta á jarðefnaeldsneyti sem helsta orkugjafann. Einnig var það samþykkt að ekki yrði komið í veg fyrir hlýnun jarðar nema dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneyta. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að stefnumótun til þess að fá lönd til að nýta lágkolefna orkugjafa. Það verkefni kallast Deep Decarbonization Pathways Project.

Hér er hægt að lesa um lágkolefna stefnumótun Sameinuðu þjóðanna 

Markmið númer sjö

Slide07Markmið 7 lýtur að því að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Í því felst meðal annars að auka verulega nýtingu endurnýjanlegrar orku, auka aðgengi að hreinum orkugjöfum og byggja upp og uppfæra tækni til þess að geta boðið upp á nútímalegri og sjálfbæra orkuþjónustu í þróunarlöndunum.

Ljóst er að þetta markmið er mjög mikilvægt fyrir öll lönd heimsins. Í desember á að leggja fram Parísarbókunina sem á að taka við af Kýótóbókuninni, en gildistími hennar er til 2020. Það að auka aðgang að sjálfbærri orku er mikilvægt skref í átt að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

 Hér má lesa um loftslagsmál Sameinuðu þjóðanna 

Fréttaskýring 

Aðgangur að orku

Aðgangur að orku er mjög mikilvægur fyrir sjálbræra þróun. Þó skortir enn um einn milljarð mannkyns aðgang að rafmagni. Það er vandamál að um 40% af íbúum heimsins treysta enn á brennslu timburs, kola og dýraúrgangs til þess að elda matinn sinn. Hættulegur reykur getur fylgt brennslu þessara efna, og getur hann ollið hættulegum lungnasjúkdómum. Rafmagn er mikilvægur þáttur í að bæta lífskjör í heiminum. Með því geta börn lært eftir myrkur og hægt er að kæla mat og lyf, sem kemur í veg fyrir ýmis konar sjúkdóma. Til þess að hin nýju markmið um sjálfbæra þróun geta orðið að veruleika er ljóst að mikilvægt verður að tryggja aðgang alls mannkyns að sjálfbærum orkugjöfum. 

Hér má lesa nánar um málefnið 

Hér má fræðast um hvernig stefnt er að því að tryggja aðgang að sjálfbærri orku 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18