goal1

goal2

lif3

goal4

goal5

goal6

goal7

goal8

goal9

goal10

goal11

goal12

goal13

lif14lif

goal15

goal16

goal17

heims

MARKMIÐ 8: STUÐLA AÐ VIÐVARANDI SJÁLFBÆRUM HAGVEXTI OG ARÐBÆRUM OG MANNSÆMANDI ATVINNUTÆKIFÆRUM FYRIR ALLA

UNDIRMARKMIÐ:

8.1 Haldið verði uppi hagvexti á hvern einstakling í samræmi við aðstæður í hverju landi og sérstaklega að minnsta kosti 7% vexti vergrar landsframleiðslu á ári í þeim löndum sem eru skemmst á veg komin í þróun.

8.2 Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að geirum sem hafa háan virðisauka og eru vinnuaflsfrekir.

8.3 Unnið verði að framgangi þróunarmiðaðra stefnumála sem styðja við afkastamikla starfsemi, sköpun mannsæmandi starfa, frumkvöðlastarfsemi, sköpunarmátt og nýsköpun og hvatt verði til myndunar og vaxtar örfyrirtækja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, meðal annars aðgangi að fjármálaþjónustu.

8.4 Fram til ársins 2030 verði auðlindanýtni, samfara notkun og framleiðslu, bætt í skrefum og leitast við að frátengja hagvöxt hnignun umhverfisins í samræmi við 10 ára rammaáætlunina um sjálfbæra notkun og framleiðslu, þar sem iðnríkin ganga á undan.

8.5 Eigi síðar en árið 2030 verði full og afrakstursmikil atvinna og mannsæmandi störf að veruleika fyrir allar konur og karla, meðal annars fyrir ungt fólk og fatlað fólk, og sömu laun verði greidd fyrir jafnverðmæt störf.

8.6 Eigi síðar en árið 2020 hafi hlutfall ungmenna, sem eru atvinnulaus eða stunda ekki nám eða þjálfun, lækkað verulega.

8.7 Gerðar verði tafarlausar og árangursríkar ráðstafanir til þess að útrýma nauðungarvinnu, endir bundinn á nútímaþrælahald og mansal og tryggt verði bann við og afnám barnavinnu í sinni verstu mynd, meðal annars nýliðun og notkun barnahermanna, og eigi síðar en árið 2025 bundinn endir á barnavinnu í öllum myndum.

8.8 Réttindi á vinnumarkaði verði vernduð og stuðlað að öruggu og tryggu vinnuumhverfi fyrir allt launafólk, meðal annars farandlaunþega, einkum konur sem eru farandlaunþegar, og þá sem hafa ótrygga atvinnu.

8.9 Eigi síðar en árið 2030 verði úthugsuð stefnumál og þeim hrundið í framkvæmd til þess að stuðla megi að sjálfbærri ferðaþjónustu sem skapar störf og heldur fram staðbundinni menningu og framleiðsluvörum.

8.10 Geta fjármálastofnana innanlands verði efld til þess að ýta undir og útvíkka aðgang að banka-, trygginga- og fjármálaþjónustu fyrir alla.

8.a Stuðningur við aðstoð til eflingar viðskiptum verði aukinn í þágu þróunarlanda, einkum þeirra sem eru skemmst á veg komin í þróun, meðal annars á grundvelli eflds samþætts ramma um viðskiptatengda tækniaðstoð við þau lönd sem eru skemmst á veg komin í þróun.

8.b Eigi síðar en árið 2020 verði lokið við að þróa og gera nothæfa heildarstefnu um atvinnumál ungmenna og atvinnusáttmáli Alþjóðavinnumálastofnunarinnar komi til framkvæmda.

____________________________________________________________________________________________________________________________________

Heimsmarkmið nr. 8 - Góð atvinna og hagvöxtur

Vigfús Höskuldur Orri Árnason kynnir hér heimsmarkmið nr. 8 sem snýr að því að stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Nánari upplýsingar má finna hér: www.un.is/heimsmarkmidin 

Ísland í 16. sæti lífskjaralista SÞ

HDR-2015 1Sjónum var beint að atvinnumálum í skýrslu um lífskjör í heiminum sem gefin var út af Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í lok síðasta árs. Í skýrslunni - Human Development Report 2015 - segir að forsenda þess að ná metnaðarfullum sjálfbærum þróunarmarkmiðum sé að fjölga atvinnutækifærum, bregðast við ójafnvægi á vinnumarkaði sem markist af kynjamun og færni, og leggja meiri áherslu á vöxt sem skapi fleiri störf.

"Starf" þarf að skilgreina á hverjum tíma því störf breytast ört á okkar tímum vegna alþjóðavæðingar og stafrænnar byltingar - hvorutveggja skapar jöfnum höndum tækifæri og ógn, er haft eftir Selim Jahan framkvæmdastjóra hjá UNDP.  

Nánar...

Markmið númer átta

Slide08Markmið númer átta miðar að því að stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Í því felst meðal annars viðhalda efnahagsvexti landa og miða að 7% árlegum hagvexti meðal þróunarlanda. Einnig á að miða að því að tryggja öllum atvinnu og sérstaklega leita úrræða fyrir ungt fólk sem er hvorki með atvinnu né í námi. Mikilvægt skref við að ná þessu markmiði er að uppræta barnaþrælkun og allar gerðir nauðungarvinnu.

Heimasíða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO)

 

Mikilvægi landafræðilegra gagna

Landfræðileg gögn um fólk og Jörðina eru mikilvæg til þess að geta tekið betri ákvarðanir og nota auðlindir á skilvirkari hátt. Gögn af þessu tagi verða mjög nauðsynleg í að ná hinum nýju sjálfbæru markmiðum. Þau geta gefið mikilvægar upplýsingar um félags-, umhverfis-, og efnahagslegar aðstæður.
 

Sameinuðu þjóðirnar vilja því legga áherslu á að safna saman þessum gögnum. Þess vegna var ný nefnd sett á laggirnar í febrúar á þessu ári. Nefndin heitirCommittee of Experts on Global Geospatial Information Management. Tuttugu lönd tóku þátt í fyrsta fundi nefndarinnar og þar var meðal annars rætt um leiðbeiningar fyrir Sameinuðu þjóðirnar um hvernig nota megi landfræðileg gögn til þess að ýta undir hagvöxt.

Frétt SÞ um fundinn
Heimasíða nefndarinnar 

Samkomulag um fjármögnun

Ráðstefnu um fjármögnun nýju markmiðanna um sjálfbæra þróun lauk með  sögulegu samkomulagi. Ákveðið var að beita ráðstöfunum til að gera miklar breytingar á alþjóðahagkerfinu. Samkomulagið, sem samþykkt var af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, markar stórmerkilegan áfanga í því að auka alþjóða samvinnu sem miðar að því að auka hagvöxt á alþjóðavísu.

 Lesa má fréttatilkynningu um samkomulagið hér 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18