goal1

goal2

lif3

goal4

goal5

goal6

goal7

goal8

goal9

goal10

goal11

goal12

goal13

lif14lif

goal15

goal16

goal17

heims

MARKMIÐ 2: ÚTRÝMA HUNGRI, TRYGGJA FÆÐUÖRYGGI OG BÆTTA NÆRINGU OG STUÐLA AÐ SJÁLFBÆRUM LANDBÚNAÐI

UNDIRMARKMIÐ:

2.1 Eigi síðar en árið 2030 verði hungri útrýmt og aðgengi allra manna, einkum fátækra og fólks í viðkvæmum aðstæðum, meðal annars ungbarna, tryggt að öruggri, næringarríkri og nægri fæðu tryggt allt árið um kring.

2.2 Eigi síðar en árið 2030 verði vannæringu í hvaða mynd sem er útrýmt, þar með talið yrði árið 2025 náð alþjóðlega samþykktum ætlunarverkum varðandi vanþrif og uppdráttarsýki barna undir 5 ára aldri, og tekist verði á við næringarþarfir unglingsstúlkna, þungaðra og mjólkandi kvenna og eldra fólks.

2.3 Eigi síðar en árið 2030 verði framleiðni í landbúnaði tvöfölduð, einnig eftirtekja lítilla matvælaframleiðenda, einkum kvenna, frumbyggja, fjölskyldubýla, hirðingja og fiskimanna, meðal annars með öruggum og jöfnum aðgangi að landi, öðrum frjósömum auðlindum og aðföngum, þekkingu, fjármálaþjónustu, mörkuðum og tækifærum til virðisauka og starfa utan býla.

2.4 Eigi síðar en árið 2030 verði sjálfbært fyrirkomulag matvælaframleiðslu tryggt og viðnámsþolnum starfsháttum í landbúnaði hrint í framkvæmd sem aftur eykur framleiðni og framleiðslu og stuðla að því að viðhalda vistkerfum sem efla getu til þess að aðlagast loftslagsbreytingum, veðurhamförum, þurrki, flóðum og öðrum hamförum og sem aftur bæta gæði lands og jarðvegs smám saman.

2.5 Eigi síðar en árið 2020 verði við haldið erfðafræðilegri fjölbreytni fræs, ræktaðra plantna og búfjár og húsdýra og villtra tegunda þeim skyldar, meðal annars með tilkomu fjölbreyttra landsbundinna, svæðisbundinna og alþjóðlegra fræ- og plöntubanka sem er stýrt með traustum hætti, og auknum aðgangi að, og sanngjarnri og jafnri hlutdeild í, ávinningi af nýtingu erfðaauðlinda og tengdri, hefðbundinni þekkingu, eftir því sem samþykkt hefur verið á alþjóðavettvangi.

2.a Fjárfestingar verði auknar, meðal annars með aukinni alþjóðlegri samvinnu, í grunnstoðum landbúnaðar, rannsóknum og ráðgjafarþjónustu í landbúnaði, tækniþróun og genabönkum fyrir plöntur og búpening, í því skyni að bæta framleiðslugetu í landbúnaði í þróunarlöndum, einkum þeim sem skemmst eru á veg komin í þróun.

2.b Komið verði í veg fyrir hindranir og röskun á heimsmörkuðum með landbúnaðarvörur og þær lagfærðar, meðal annars með samhliða afnámi útflutningsstyrkja í landbúnaði í hvaða mynd sem er og allra útflutningsráðstafana sem hafa sömu áhrif, í samræmi við umboð Dóha-lotunnar um þróunarmál.

2.c Samþykktar verði ráðstafanir til þess að tryggja eðlilega starfsemi matvörumarkaða og afleiða þeirra og að greitt verði tímanlega fyrir aðgangi að markaðsupplýsingum, meðal annars um matvælabirgðir, í því skyni að stuðla að því að takmarka mikinn óstöðugleika í verði á matvælum.

____________________________________________________________________________________________________________________________________________

Heimsmarkmið 2: Ekkert hungur

Myndband

Matvælastofnun SÞ með nýtt "app"

sharethemealMatvælastofnun SÞ - World Food Programme - er komið með "app" þar sem þú hefur möguleika á að greiða fyrir máltíð barns. Þetta er frábær þróun og við vonum að þarna sé leið til að breyta heiminum, leið að ná heimsmarkmiði #2 um "ekkert hungur". Kíkið á þetta, litlar upphæðir mögulegar sem gera samt góða hluti.https://sharethemeal.org/

 

 

Markmið númer tvö

Slide02Markmið númer 2 lýtur að því að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. Alltof stór hluti fólks í heiminum er vannært og hungur er álitin mikil heilsuvá. Ef landbúnaður yrði að mestum hluta sjálfbær væri unnt að tryggja fæðuöryggi mannkyns til lengri tíma. Vegna loftslagsbreytingu síðustu áratugi hefur orðið erfiðara að viðhalda stöðugleika í landbúnaði víðs vegar um heiminn. Skakkaföll í ræktun geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga sem stóla á uppskeru sér til viðurværis.

Hér má fræðast um vannæringu 

Rúmlega fimmtíu þróunarríki við hungurmörk og ástandið ógnvekjandi í átta ríkum

Þrátt fyrir mikinn árangur í baráttunni gegn hungri í heiminum er alvarleg staða í 44 ríkjum og ógnvekjandi í 8 ríkjum til viðbótar, að því er fram kemur í árlegri skýrslu um hungur: 2015 Global Hunger Report.

Alvarlegasta ástandið er í þremur Afríkuríkjum, Miðafríkulýðveldinu, Tjad og Sambíu. Í öllum þremur samstarfsríkjum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Afríku, Malaví, Mósambík og Úganda, er ástandið skilgreint "alvarlegt" í skýrslunni.

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18