goal1

goal2

lif3

goal4

goal5

goal6

goal7

goal8

goal9

goal10

goal11

goal12

goal13

lif14lif

goal15

goal16

goal17

heims

MARKMIÐ 1: ÚTRÝMA FÁTÆKT Í ALLRI SINNI MYND ALLS STAÐAR

UNDIRMARKMIÐ:

1.1 Eigi síðar en árið 2030 verði sárafátækt allra manna útrýmt alls staðar, um þessar mundir metin þannig að fólk lifi á undir 1,25 Bandaríkjadölum á degi hverjum.

1.2 Eigi síðar en árið 2030 verði hlutfall karla, kvenna og barna á öllum aldri, sem lifavið fátækt í öllum sínum myndum samkvæmt innlendum skilgreiningum, lækkað að minnsta kosti um helming.

1.3 Hrint verði í framkvæmd innanlands viðeigandi félagslegu fyrirkomulagi og ráðstöfunum öllum til verndar, meðal annars lágmarksviðmiðunum, og eigi síðar en árið 2030 verði verulegum fjölda fátækra og fólks í viðkvæmum aðstæðum hjálpað.

1.4 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir karlar og konur, einkum þau fátæku og fólk í viðkvæmum aðstæðum, eigi jafnan rétt til efnahagsbjargráða og hafi jafnframt aðgang að grunnþjónustu, eignarhaldi á og yfirráðum yfir landi og eignum í annarri mynd, erfðum, náttúruauðlindum, viðeigandi nýrri tækni og fjármálaþjónustu, meðal annars örfjármögnun.

1.5 Eigi síðar en árið 2030 verði viðnámsþróttur fátækra og fólks í viðkvæmum aðstæðum uppbyggður og dregið úr neikvæðum áhrifum sem þau verða fyrir af völdum loftslagstengdra hamfara og annarra efnahags-, félags- og umhverfislegra áfalla og hamfara.

1.a Tryggð verði umtalsverð virkjun úrræða víða að, meðal annars gegnum eflda þróunarsamvinnu, í því skyni að útvega þróunarlöndum, einkum þeim sem skemmst eru á veg komin í þróun, nægjanleg og fyrirsjáanleg efni, í því skyni að hrinda í framkvæmd áætlunum og stefnumálum um að útrýma fátækt í öllum sínum myndum.

1.b Að mótuð verði traust umgjörð um stefnumál á innlendum, svæðisbundnum og alþjóðlegum vettvangi, byggð á fátækramiðuðum og kynjanæmum þróunaráætlunum, í því skyni að styðja við síaukna fjárfestingu í aðgerðum til þess að útrýma fátækt.

_______________________________________________________________________________________________________________________________________________

Útrýmum fátækt

01 enginfataekt 72dpiPetrína Ásgeirsdóttir, stjórnarmeðlimur skrifar

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmið númer eitt kveður á um að útrýma fátækt í allri sinni mynd. Nú búa 700 milljónir manna við sárafátækt, en sárafátækir eru taldir þeir sem lifa undir 1,90 dollurum á dag. En hvernig útrýmum við fátækt?

Fjölbreytt atvinnutækifæri og sterkir innviðir eru undirstaða velmegunar, en fleira þarf að koma til. Jöfn tækifæri og jafnrétti er grunnurinn að friðsamlegu samfélagi þar sem allir fá að njóta sín og rækta hæfileika sína. Fátæk samfélög nýta ekki mannauð sinn og ná því ekki að þróast og dafna. Til að tryggja jöfnuð, frið og frelsi þarf að vera til staðar aðgangur að menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir alla, öflugt almannatryggingakerfi sem tryggir félagslegan jöfnuð, öflug heilbrigðis- og menntakerfi og réttlát löggjöf, réttarkerfi, skattkerfi og stjórnsýsla.

Á ráðstefnu sem haldin var í Istanbúl árið 2014 um nýju heimsmarkmiðin kom fram hjá Dr. Thomas Kesselring fræðimanni frá Sviss að til að útrýma fátækt þurfi beina og óbeina stefnu. Bein stefna er m.a. valdefling og menntun kvenna og karla, en óbein stefna felst í því að fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir að fátækir geti bætt lífskjör sín. Bil milli fátækra og ríkra þjóða eykst stöðugt, en bilið var 35:1 árið 1950, 72:1 árið 1992 og 658:1 árið 2014. Bil milli ríkra og fátækra innan landa hefur jafnframt aukist á þessu tímabili.

Nánar...

Engin fátækt

Goal-1Markmið númer eitt er að útrýma fátækt í allri sinni mynd, alls staðar.

Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint hugtakið fátækt. Um getur verið að ræða fátækt sem felur í sér að einstaklingar hafa ekki nægan pening til að uppfylla grunnþarfir sínar. Einnig getur verið um að ræða fátækt sem felur í sér að einstaklingur telst fátækur miðað við aðra í sínu samfélagi. Ein leiðin til þess að eyða fátækt er að auka hagvöxt ríkja án þess að láta það bitna á umhverfinu eða fólki. Segja má að þetta markmið sé nátengt hinum 16 markmiðunum, því að það gefur augaleið að efnahagslegt jafnrétti er grunnurinn að auknum jöfnuði.

Hér má lesa nánar um skilgreiningu á fátækt.
Hér má lesa skýrslu um hvernig hægt er að útrýma fátækt og stuðla að sjálfbærni 
Hér má lesa grein um hvernig auka má hagvöxt ríkja

Átak í gagnaöflun um fátækt í þróunarríkjum

Nýju heimsmarkmiðin sem fela meðal annars í sér útrýmingu fátæktar og hungurs á næstu fimmtán erum verða ekki raunhæf nema því aðeins að tölfræðilegum gögnum verði safnað með skipulögðum hætti.

atak i gagnaoflunÍ síðustu viku tilkynnti Alþjóðabankinn um átak á þessu sviði sem unnið verður í samstarfi við þróunarríkin og alþjóðlega samstarfsaðila. Tryggja á að í 78 fátækustu ríkjum heims verði gerðar kannanir á heimilishaldi þriðja hvert ár og að fyrstu könnunum verði lokið í árslok 2020.

Nánar...

Myndband um heimsmarkmið nr.1


Cicely Steinunn, 10 ára nemandi í Háteigsskóla segir okkur frá heimsmarkmiði númer 1 sem fjallar um fátækt í heiminum og hvernig Sameinuðu þjóðirnar munu vinna að því að útrýma henni á næstu fimmtán árum. 

Þær Urður Helga, Lilja Hrund og Ingunn Anna framhaldsskólanemendur í Versló og MR gerðu myndbandið.

Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á un.is/heimsmarkmidin

#okkarheimur2030 #heimsmarkmiðin

Sárafátækir innan við 10% mannkyns í fyrsta sinn!

Sárafátækir verða innan við tíu prósent jarðarbúa á þessu ári í fyrsta sinn í sögunni, að því er fram kemur í ársskýrslu Alþjóðabankans fyrir árið 2015.

Samkvæmt mati bankans verða 702 milljónir manna, eða 9,6% mannkyns, undir mörkum sárafátæktar í lok þessa árs, flestir í Afríku sunnan Sahara og í Asíu.

Ársskýrslan er gefin út í tengslum við aðalfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem haldnir verða í þessari viku í Líma, höfuðborg Perú. Fram kemur í skýrslunni að þrátt fyrir að dregið hafi mikið úr fátækt í heiminum sé enn ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af milljónum íbúa í Afríku.
 

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18