goal1

goal2

lif3

goal4

goal5

goal6

goal7

goal8

goal9

goal10

goal11

goal12

goal13

lif14lif

goal15

goal16

goal17

heims

MARKMIÐ 5: TRYGGJA JAFNRÉTTI KYNJANNA OG VALDEFLINGU ALLRA KVENNA OG STÚLKNA

UNDIRMARKMIÐ:

5.1 Mismunun í allri mynd gagnvart öllum konum og stúlkum verði útrýmt alls staðar.

5.2 Ofbeldi í allri mynd gagnvart öllum konum og stúlkum í félagslífi og einkalífi, þar með talið mansal og kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði útrýmt.

5.3 Öllum skaðlegum siðum, eins og barnahjónaböndum, snemmbúnum og þvinguðum hjónaböndum og limlestingu kynfæra kvenna, verði útrýmt.

5.4 Viðurkennd verði, og metin sem viðeigandi innanlands, umönnun og heimilisstörf, sem ekki er greitt fyrir, með því að láta í té opinbera þjónustu, með tilteknum innviðum og stefnum á sviði félagslegrar verndar og með því að ýta undir sameiginlega ábyrgð innan heimilis og fjölskyldu.

5.5 Tryggð verði full og árangursrík þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi í ákvarðanatöku á öllum stigum í stjórnmálalífi, efnahagslífi og opinberu lífi.

5.6 Tryggt verði að almenningur hafi tækifæri til að öðlast kynferðislegt heilbrigði og frjósemisheilbrigði og -réttindi, eins og samþykkt er samkvæmt aðgerðaáætlun alþjóðaráðstefnunnar um mannfjölda og þróun og Beijing-aðgerðaáætluninni og niðurstöðum endurskoðunarráðstefna þeirra.

5.a Gerðar verði endurbætur til þess að konur eigi jafnan rétt til efnahagsbjargráða og geti öðlast eignarhald á og yfirráð yfir landi og eignum í annarri mynd, fengið aðgang að fjármálaþjónustu, tekið arf og haft aðgang að náttúruauðlindum í samræmi við landslög.

5.b Notkun stuðningstækni verði efld, einkum upplýsinga- og fjarskiptatækni, í því skyni að stuðla að valdeflingu kvenna.

5.c Vel unnin stefnumál og fullnustuhæf löggjöf verði samþykkt til þess að stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna á öllum stigum.

____________________________________________________________________________________________________________________________________

Stuðlum að jafnrétti, veitum konum og stúlkum aðstoð – skiljum engan eftir

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Sagan hófst löngu áður en þú fæddist og hún mun halda áfram lengi eftir þinn dag.
Staðan er sú að sagan er ennþá þín að móta – þetta er saga mannkynsins og jarðarinnar sem við búum á.

Auglýsingarskrifstofan HUMAN fékk það hlutverk að búa til sjö stuttmyndir fyrir
Sameinu þjóðirnar og voru þær frumsýndar á leiðtogafundinum í New York 24 september síðast liðinn, þar sem hin nýju markmið um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Stuttmyndirnar varpa sýn á framtíð mannkynsins og hvetja til breytingar á stefnu í þróunarmálum.
pt. 3/7

Heimsmarkmið SÞ nr. 5. kynnt

Jafnrétti kynjanna

Rannveig Eva, 18 ára nemi í Versló kynnir hérna fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna. Þar kemur fram að 2/3 þeirra sem kunna ekki að lesa eru konur. Hún segir SÞ hafa náð gríðarlegum árangri á síðastliðnum árataug við jafnrétti kynjanna. Með heimsmarkmiðunum munu samtökin halda áfram vinnu sinni þar til markmiðinu um algert jafnrétti kynjanna er náð.

Réttindi kvenna: Kastljósi beint að Íslandi

palais des nationsFarið verður yfir árangur Íslands og stöðu réttinda kvenna í reglubundinni umfjöllun Nefndar um afnám misréttis gegn konum (CEDAW) hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf næstkomandi fimmtudag, 17.febrúar. Hægt verður að fylgjast með umfjölluninni á vefnum hér en hún stendur yfir frá kl. 9-16.

Á meðal þeirra atriða sem farið verður í saumana á eru, skv.tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf:

• Ákærur og refsing þeirra sem gera sig seka um ofbeldi gegn konum
• Neyðarvistun og stuðningur við konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi
• Ákvörðun um að leggja niður kynferðisbrotadeild vegna niðurskurðar

Nánar...

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18