goal1

goal2

lif3

goal4

goal5

goal6

goal7

goal8

goal9

goal10

goal11

goal12

goal13

lif14lif

goal15

goal16

goal17

heims

MARKMIÐ 4: TRYGGJA JAFNAN AÐGANG ALLRA AÐ GÓÐRI MENNTUN OG STUÐLA AÐ SÍMENNTUN FYRIR ALLA

UNDIRMARKMIÐ:

4.1 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki ókeypis og á jafnréttisgrundvelli gæðamenntun á grunnskólastigi sem skilar viðeigandi og góðum námsárangri.

4.2 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir eigi þess kost snemma í barnæsku að þroskast, hljóta umönnun og leikskólamenntun til þess að vera undirbúin undir grunnskólanám.

4.3 Eigi síðar en árið 2030 verði öllum konum og körlum tryggður jafn aðgangur að góðri tækni-, starfs- og framhaldsmenntun, meðal annars á háskólastigi, á viðráðanlegu verði.

4.4 Eigi síðar en árið 2030 verði fjöldi ungmenna og fullorðinna, sem hafa kunnáttu á viðeigandi sviðum, aukinn umtalsvert, meðal annars hvað varðar tækni- og starfsþekkingu, til þess að geta gegnt störfum, fengið mannsæmandi vinnu og ástundað frumkvöðlastarfsemi.

4.5 Eigi síðar en árið 2030 verði kynjamismunun útrýmt hvað menntun varðar og fólki í viðkvæmri stöðu, meðal annars fötluðu fólki, frumbyggjum og börnum í viðkvæmum aðstæðum, verði tryggður jafn aðgangur að menntun og starfsþjálfun á öllum stigum.

4.6 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og verulegur hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, tileinki sér lestrar- og skriftarkunnáttu og tölulæsi.

4.7 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir námsmenn öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun í þágu sjálfbærrar þróunar og sjálfbærs lífsstíls, mannréttinda, kynjajafnréttis, eflingu menningar sem byggist á friði án ofbeldis, hugmyndinni um heimsborgarann og viðurkenningu menningarlegrar fjölbreytni og framlags menningarinnar til sjálfbærrar þróunar.

4.a Byggð verði upp og endurbætt aðstaða til menntunar sem er sniðin að börnum, fötluðum og kyni og færir öllum öruggt, friðsamlegt, sameiginlegt og skilvirkt námsumhverfi.

4.b Eigi síðar en árið 2020 verði aukinn á heimsvísu fjöldi námsstyrkja sem stendur þróunarlöndum til boða, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin í þróun, smáeyþróunarríkjum og Afríkuríkjum, það er námsstyrkja sem gera fólki kleift að innrita sig í æðra nám í iðnríkjum og öðrum þróunarríkjum, meðal annars í starfsnám og upplýsinga- og fjarskiptatækni, tækninám, verkfræði og raunvísindi.

4.c Eigi síðar en árið 2030 verði framboð á menntuðum og hæfum kennurum aukið verulega, meðal annars með alþjóðlegri samvinnu um kennaramenntun í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin í þróun og smáeyþróunarríkjum.

____________________________________________________________________________________________________________________________________

Baráttuvika fyrir menntun 2016: Ójöfn útbreiðsla fjármagns til menntunar ógnar þróunaráætlun á heimsvísu

UN photoEskinder debebe EthiopiaBaráttuvika fyrir menntun er alþjóðlegt átak sem haldið er á heimsvísu ár hvert af Global Campaign for Education (GCE) og stutt af UNESCO, til að vekja athygli á mikilvægi menntunar fyrir alla.

Í ár er átakið haldið 24. – 30. apríl og í tilefni af því hélt UNESCO pallborðsumræður um fjármögnun til að ná Heimsmarkmiði númer 4: Menntun fyrir alla fyrir 2030.

 

Nýta þarf fjármagn þar sem þörfin er mest

Mörg þeirra lágtekjulanda sem nú þegar eyða því fjármagnshlutfalli sem mælt er með í menntun eiga í erfiðleikum með að mæta grunnþörfum menntunar. Samkvæmt Hagskýrslustofnun UNESCO nýtir Eþíópía 27% heildarútgjalda í menntun, þar af 6% í grunnmenntun, en aðeins um það bil 76 Bandaríkjadollarar (um 9500 krónur) fer í hvern grunnskólanemenda á ári. Um 2 milljónir barna á aldrinum 6 – 11 í landinu ganga ekki í skóla, eða um 13,5% af nemendum á grunnskólaldri. Fjölskyldur grunnskólabarna í landinu borga um 70% heildarkostnaðar skólagöngu á móti 30% framlaga ríkisins.

Nánar...

Heimsmarkmið 4: Menntun fyrir alla

Myndband


 Jafnrétti

Jafnrétti hefur verið ein meginstoðin í umræðum um hin nýju markmið um sjálfbæra þróun.  Ljóst er að menntun kvenna og þátttaka í atvinnulífi er mjög mikilvæg þegar litið er til framtíðar. Markmiðin geta haft mikil áhrif á konur víðs vegar um heiminn og er því mikilvægt að taka mið af raunveruleika kvenna við þróun þeirra. Ýmis hagsmunasamtök hafa bent á tengsl jafnréttis og efnahagslegs stöðugleika. Sameinuðu þjóðirnar hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að stuðla að því að tekið verði tillit til þessa við gerð markmiðanna.

Markmið númer fjögur

Slide04Markmið númer fjögur snýst um að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla. Í því felst meðal annars að tryggja grunnskólaskennslu fyrir öll born, tryggja jafnan aðgang kynjanna að háskólamenntun, stuðla að tæknimenntun með því markmiði að auka atvinnumöguleika folks og einnig að tryggja þekkingu á sjálfbærri þróun. Það var mikilvægt skref þegar það að tryggja aðgang menntun varð eitt af nýju þróunarmarkmiðunum meðal annars því að UNESCO telur að aðgangur að menntun sé eitt af grunnréttindum einstaklinga.

 

Frétt um markmiðið 

Heimasíða Menningarmálastofnunar SÞ (UNESCO)

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18