• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Hlutverk fastanefndar Íslands hjá SÞ í New York

Ríkisstjórn og utanríkisráðherra hverju sinni móta íslenska utanríkisstefnu og er það hlutverk fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að framkvæma hana á vettvangi Sameinuðu þjóðanna samkvæmt fyrirmælum utanríkisráðuneytisins. Áherslur í starfi fastanefndar fara eftir þeim markmiðum, þeirri stefnu og þeim hagsmunamálum sem stjórnvöld hafa og vinna að á hverjum tíma gagnvart Sameinuðu þjóðunum.

Fastanefndin, eftir því sem við á, tekur þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum samtakanna í New York með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk fastanefndar er að vera tengiliður í samskiptum, upplýsa ráðuneytið um framvindu mála með reglulegum hætti og veita utanríkisráðuneytinu ráðgjöf um atkvæðagreiðslur í allsherjarþinginu. Fastanefndin starfar samkvæmt fyrirmælum ráðuneytisins meðal annars á grundvelli upplýsinga sem sendar eru ráðuneytinu um eðli máls og afstöðu annarra ríkja, og greiðir atkvæði í nafni Íslands.

Flestar samþykktir allsherjarþingsins eru í formi ályktana. Undir hverjum dagskrárlið geta komið fram fleiri en ein ályktunartillaga. Einnig geta komið fram breytingartillögur sem valda því að oft skýrist ekki hvernig endanlegur texti ályktunartillögu verður fyrr en rétt áður en atkvæði eru greidd. Enn fremur eru stundum greidd atkvæði um einstaka liði ályktunartillögu. Kemur þá til kasta fastanefndar að meta hvort efnisbreytingar gefi ástæðu til þess að atkvæði verði greitt með öðrum hætti en ákveðið hafði verið í samráði við utanríkisráðuneytið með hliðsjón af fyrri drögum ályktunartillögunnar.

Margar ályktunartillögur eru afgreiddar án atkvæðagreiðslu og er að jafnaði stefnt að sem víðtækastri samstöðu. Nokkuð er um hjásetu sem túlka má á mismunandi vegu. Þegar tvær tillögur liggja fyrir um sama dagskrárlið og viðkomandi land er meðflytjandi að þeirri tillögunni sem það telur betri kostinn er t.a.m. algengt að setið sé hjá við afgreiðslu hinnar tillögunnar, án þess að viðkomandi land sé mótfallið efni hennar. Einnig hefur tíðkast í viðkvæmum málum að lönd sitji hjá við afgreiðslu ályktana og gefi síðan atkvæðaskýringu þar sem fram kemur hvers vegna ályktuninni var ekki greitt atkvæði. Einkum hefur slíkt tíðkast þegar þróunarlönd eða minnihlutahópar, sem telja sig órétti beitta, eiga í hlut. Enn fremur getur verið erfitt að taka afstöðu í sumum deilumálum þjóða þar sem báðir aðilar virðast bera ábyrgð á vandanum og því setið hjá.

Ályktanir allsherjarþingsins eru ekki lagalega bindandi og hafa mörg lönd tekið upp þá stefnu að reyna að forðast samþykkt ályktana sem vitað er að ekki mun nást samkomulag um og ekki verður framfylgt enda getur samþykkt slíkra ályktana rýrt virðingu fyrir störfum allsherjarþingsins.

Skýrsla um störf fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á 64. allsherjarþinginu 2009 - 2010 má nálgast hér.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook