• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Hverjir geta tekið þátt?

Þátttakendur Global Compact eru fyrirtæki, stofnanir, borgir, sveitafélög, frjáls félagasamtök og háskólar en þátttakendur eru rúmlega 8.000 þar af um 6.200 fyrirtæki í 135 löndum. Það gerir Global Compact að einu víðtækasta framtaki heims á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Þátttaka er opin öllum en fyrirtæki með færri en tíu fasta starfsmenn eru þó ekki skráð í gagnagrunn Global Compact. Þessi fyrirtæki geta samt sem áður tekið þátt í tengslaneti og öðrum atburðum á vegum Global Compact.

Á heimasíðu Global Compact má lesa ítarlega um hvernig á að sækja um þátttöku http://www.unglobalcompact.org/HowToParticipate/index.html

 

Hvers vegna eiga íslensk fyrirtæki að taka þátt?

Samfélagsleg ábyrgð er mikilvægur málaflokkur sem íslensk fyrirtæki þurfa að huga að. Sífellt er gerð aukin krafa um að fyrirtæki sýni fram á ábyrga starfshætti og stuðli að bættri velferð samfélags og umhverfis í daglegum rekstri. Global Compact er verkfæri sem aðstoðar fyrirtæki við að ramma inn stefnu fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og tengja hana við grundvallargildi rekstrar fyrirtækisins.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook