• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Ísland fær aðild að SÞ

Undirbúningsráðstefnu um stofnun Sameinuðu þjóðanna í San Francisco í Bandaríkjunum lauk hinn 26. júní 1945 með undirskrift sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn öðlaðist gildi hinn 24. október sama ár og hefur sá dagur allar götur síðan verið dagur Sameinuðu þjóðanna.

Á fyrsta allsherjarþinginu, sem hófst 10. janúar 1946 í Lundúnum, voru teknar ýmsar grundvallarákvarðanir um skipulagsmál, þar á meðal um að höfuðstöðvarnar skyldu vera í Bandaríkjunum. Ákveðið var að leggja niður Þjóðabandalagið og tóku Sameinuðu þjóðirnar við eignum þess í Genf. Fundir allsherjarþingsins voru í fyrsta sinn haldnir í höfuðstöðvunum á Manhattan-eyju haustið 1952. Áður en Íslendingar fengu aðild að samtökunum, 19. nóvember 1946, gerðist Ísland aðili að fimm alþjóðastofnunum sem síðar urðu sérstofnanir samtakanna. Þessar stofnanir eru:

  • Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO)
  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)
  • Alþjóðabankinn (IBRD)
  • Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO)
  • Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO).


Áður hafði Ísland orðið aðili að Alþjóðapóstmálasambandinu (UPU) og árið 1943 gerðist Ísland stofnaðili að Hjálpar- og endurreisnarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRRA) en sú stofnun var lögð niður 1947.

Íslandi gafst kostur á að gerast stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1945 en ekki varð af því. Ástæðan var sú að sem vopnlaus þjóð hafnaði Ísland því að segja Þýskalandi og Japan stríð á hendur en það var eitt af skilyrðum fyrir stofnaðild. Allsherjarþingið samþykkti umsókn Íslands um aðild 9. nóvember 1946 og fulltrúi Íslands undirritaði yfirlýsingu um að Ísland gengi að sáttmála Sameinuðu þjóðanna hinn 19. nóvember sama ár. Sama dag gengu Svíþjóð og Afganistan í Sameinuðu þjóðirnar og voru þau ásamt Íslandi fyrst á eftir stofnaðildarríkjunum til að fá aðild að samtökunum.

Fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum var skipaður árið 1947 og var það Thor Thors sem gegndi embættinu. Hannes Kjartansson tók við því starfi árið 1965, Haraldur Kröyer 1972, Ingvi S. Ingvarsson 1973, Tómas Á. Tómasson 1977, Hörður Helgason 1982, Hans G. Andersen 1986, Benedikt Gröndal 1989, Tómas Á. Tómasson (aftur) 1993, Gunnar Pálsson 1994, Þorsteinn Ingólfsson 1998, Hjálmar W. Hannesson 2003 og Gréta Gunnarsdóttir frá 2011.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook