• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Starfsemi SÞ á Íslandi

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hafa í 65 ár starfað saman að kynningu á málefnum Sameinuðu þjóðanna hér á landi, en frá árinu 2006 hefur samstarfið verið formfest með sérstökum samningi þess efnis.  Grundvöllur samstarfsins er sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, með sérstakri áherslu á Þúsaldaryfirlýsinguna og Þúsaldarmarkmið SÞ sem samþykkt voru á Allsherjaþingi SÞ árið 2000.

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi var formlega stofnað í apríl 1948, en svipuð félög voru stofnuð í öllum aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna um heim allan ásamt heimssamtökunum World Federation of United Nations Association (WFUNA).

 

 Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

  • UNICEF
  • UN Women
  • Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi rekur, ásamt Landsnefnd UNICEF og Landsnefnd UN Women, Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.  Miðstöðin er vettvangur fyrir kynningarstarf og upplýsingagjöf um starfsemi Sameinuðu þjóðanna.

UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) hefur í tæpa sjö áratugi verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Samtökin berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu og sinna bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. UNICEF treystir eingöngu á frjáls framlög og hefur að leiðarljósi þá bjargföstu trú að öll heimsins börn eigi rétt á heilsugæslu, menntun, jafnrétti og vernd. UNICEF er á vettvangi í yfir 190 löndum og leggur áherslu á að ná til allra barna – hvar sem þau eru.

UN Women UN Women (United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women) er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu kvenna og jafnréttis í þróunarlöndum og stríðsátakasvæðum.  UN Women hét áður UNIFEM, en í janúar 2011 sameinaðist UNIFEM þremur systurstofnunum sínum innan Sþ og hlaut nafnið UN Women.  UN Women fer með umboð SÞ til að vinna að jafnrétti kynjanna og stuðla að því að stefnumótun í þróunarstarfi taki mið af jafnréttissjónarmiðum og réttindum kvenna í samræmi við alþjóðleg markmið.

UNESCO
Íslenska UNESCO-nefndin, Nefndin annast upplýsingastarfsemi um málefni UNESCO á Íslandi, veitir ríkisstjórninni ráðgjöf varðandi málefni UNESCO og er tengiliður UNESCO við íslenskar mennta-, vísinda- og menningarstofnanir.

 

Háskólar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Háskólar Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi eru fjórir:

Háskóli Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1975 til að efla rannsóknir, þekkingu og skilning á málum sem SÞ fjalla um. Eitt aðal markmiðið var að bæta hag þróunarlandanna með því að veita sérfræðingum þaðan starfsþjálfun við alþjóðleg rannsóknarsetur. Stjórnstöð háskólans var opnuð í Tókýó í Japan en í stað þess að byggja skólahús og rannsóknarstofur víða um heim voru aðildarlönd SÞ hvött til að opna dyr háskóla sinna og rannsóknarstofnana og taka þannig þátt í starfsemi Háskóla SÞ.

Ísland var eitt af fyrstu aðildarlöndunum til að sinna kallinu og bauðst til að reka annað hvort jarðhitaskóla eða sjávarútvegsskóla á vegum Háskóla SÞ hérlendis. Fyrstu nemendurnir komu í Jarðhitaskólann vorið 1979 en síðan hefur árlega komið hingað hópur raunvísindamanna og verkfræðinga frá þróunarlöndunum til sex mánaða sérhæfðs náms.

Landsbókasafn Íslands er aðildarbókasafn Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook