• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Skólavefur

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

2

Flestir kannast við Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru um aldarmótin síðustu. Þetta voru átta markmið sem saman stuðluðu að betri heimi fyrir alla. Árið 2015 viku þúsaldarmarkmiðin fyrir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nýju markmiðin eru fleiri en þau fyrri og taka á vandamálum sem eiga sér stað um heim allan, í hátekjulöndum sem og í lág- og millitekjulöndum.

Heimsmarkmiðin eru flokkur markmiða og undirmarkmiða sem taka til alls heimsins og ber ríkjum að ná þeim innan fimmtán ára eða fyrir 2030. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna munu innleiða nýju markmiðin 17, og 169 undirmarkmið þeirra, að einhverju leiti. Ísland er þar meðtalið. Að innleiða kennsluefni um markmiðin gefur nemendum sýn á þetta ferli og aukinn skilning á alþjóðamálum. Markmiðið er að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun og víkki sjóndeildarhringinn í vinnu við verkefnin.

Hér á síðunni eru verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnin eru ólík í sniðum en eiga sameiginlegt að tengjast öll þeim málefnum sem tekin eru fyrir í nýju þróunarmarkmiðunum. Þau eru því afar sniðug að nota í kennslustundum er varða sjálfbæra þróun og þróunarmarkmiðin.

Takk fyrir þátttökuna og gangi ykkur vel!

 

Kennslugögn frá stærstu kennslustund heims

Í samstarfi við UNICEF voru kennslugögn útbúin fyrir stærstu kennslustund heims (World's Largest Lesson) í september 2015, sem eru leiðbeiningar fyrir 30 og/eða 60 mínútna langar kennslustundir, ásamt myndbandi um markmiðin með íslensku tali og teiknimyndasögu. Með von um að öll börn landsins fái kennslu um þessi mikilvægu markmið allra þjóða heims og taki þátt í móta sinn heim fyrir 2030.

 

kennsluleidbeiningarteiknimyndasaga60min30min4kennslumyndbandkennsluefni a ensku

 hreint vatn fyrir allaMEnntun getur breytt heiminum

 

 Verkefnahugmyndir

Eftirfarandi verkefni nýtast bæði grunn- og framhaldsskólum. Bæði er um að ræða hugmyndir að kennslustundum og æfingar sem nýta má til að lífga upp á kennsluna og vekja til vitundar um alþjóðamálefni.

fotspor-umhverfiertu sammala 213kennslustundirokkarheimurraungreinaverkefni 2EITUR

 

Önnur gögn

Hér er svo ýmislegt annað sniðugt sem hægt er að nýta á alls kyns máta. Til dæmis er hér myndir af markmiðunum 17, markmiðin ásamt öllum undirmarkmiðunum á Íslensku og yfirlitsmynd yfir öll markmiðin til útprentunar.

 

yfirlitsmyndmyndir af markmidunum

markmidin17markmidogundirmarkmid

 

 

Nánari upplýsingar: 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook