• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Skólavefur

Heimsminjar

heimsminjar nytt 

Náttúru- og menningarminjar eru viðkvæmar og hafa verið í mikilli hættu, sérstaklega á síðustu öld. Heimsstyrjaldir, þéttbýlismyndun, náttúruhamfarir, fátækt og mengun hafa haft slæm áhrif á varðveislu heimsminja. Aukin ásókn ferðamanna um heim allan er einnig áhættuþáttur þegar kemur að varðveislu ýmissa minja. Helsta ógnin sem steðjar að heimsminjum er þó vanræksla.

Heimsminjar geta haft sögulegt, menningarlegt, vistfræðilegt og tilfinningalegt gildi og eru oft stór hluti sjálfsmyndar og sögu þjóða. Því er mikilvægt að þær séu verndaðar.

Heimsminjaskrá UNESCO var tekin í notkun árið 1972 og tilgangur hennar er að arfleifð sem hefur gildi fyrir allt mannkyn eigi að vera vernduð, eigi að stuðla að friði og sjálfbærni og að komandi kynslóðir eigi að geta notið hennar.

 

 Heimsminjar, friður og sættir - Verkefni um neðansjávar menningarminjar

Á árunum 2014-2018 mun UNESCO minnast þess að öld er nú frá því að fyrri heimsstyrjöldin geisaði yfir heiminn. Þetta er gert til að minna allar kynslóðir á nauðsyn friðar og til að útvega námsefni sem fjallar um áhrif stríðs. Sérstök áhersla er lögð á námsefni sem fjallar um menningarlegar minjar úr fyrri heimstyrjöldinni.


Stríðið á sjó
– þar með talið sjóorustur og kafbátastarfsemi – var mikilvægur hluti af fyrri heimsstyrjöldinni. Neðansjávar menningarminjar frá þessu stríði gefa mannkyninu kost á að skilja þau hræðilegu áhrif sem stríð getur haft og til að hvetja alla til að leitast við að viðhalda friði í heiminum. Menningarminjar eru áminningar um þörfina fyrir sætti og skilning og að allar þjóðir lifi friðsamlega saman.


Á minningarárunum um fyrri heimsstyrjöldina munu skólar og aðrar námsstofnanir vera hvattar til að snúa athygli sinni að fyrri heimsstyrjöldinni. Hægt er að gera þetta á marga vegu, til dæmis með heimsókn á sjóminjasafn, tímabundinni sýningu um ákveðinn hluta stríðsins, heimsókn á minningarreit um stríðið, með lestri á ljóðum um stríðið í tungumálatímum, skoðun á skiparústum frá stríðinu á netinu og margt fleira. Öll þessi verkefni hjálpa til við að auka áhuga nemenda og skilning þeirra með því að gefa tækifæri á að læra um hin mörgu andlit stríðs, friðar og sætta.

 

Í verkefnapakkanum sem UNESCO gefur út má finna verkfæri til að einfalda skipulagning á kennslu um efnið ásamt ítarlegum upplýsingabæklingi. Upplýsingarnar eru á PDF skjölum sem hlaða má niður hér að neðan.

UnderwaterHeritage ManualforTeachersUnderwaterHeritage Brochure

Hér er svo vefsíða verkefnisins.

 

 

Verkefni um heimsminjar og sjálfbærni

World Heritage in Young Hands er flaggskipsverkefni UNESCO skóla. Verkefnið tengir heimsminjar við sjálfsmynd, frið, ferðamennsku og umhverfi og sýnir á skemmtilegan hátt hvernig heimsminjar geta stuðlað að sjálfbærni.

Verkefnapakkanum má hlaða niður í heild sinni hér (ýtið á „Download the DVD“). Athugið að um stórt forrit er að ræða og getur það tekið nokkra klukkutíma að hlaðast niður.

Hér að neðan eru upplýsingar um kafla verkefnapakkans á íslensku, verkefnahugmyndir fyrir hvern kafla og bæklingur um íslenskar minjar.

 

heimsminjaskrainHeimsminjaskráin
Verkefni 

  

heimsminjar og sjalfsmyndHeimsminjar og sjálfsmyndVerkefni

 

 

 

 

 

 

heimsminjar og ferdamennskaHeimsminjar og ferðamennska
Verkefni

 

 

 

 

 

 

heimsminjar og umhverfidHeimsminjar og umhverfið
Verkefni

 

 

 

 

 

 

heimsminjar og fridurHeimsminjar og friður
Verkefni

 

 

 

 

 

 

islenskar minjar

Íslenskar minjar - upplýsingabæklingur

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook