• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Skólavefur

Sameinuðu þjóðirnar

3

Sameinuðu þjóðirnar hafa starfað í 70 ár, eða frá árunum 1945-2015. Hér á síðunni má finna ýmsilegt grunnefni og tengla til kennslu um SÞ.

Hér er að finna glærukynningar, tilbúnar til notkunar, sem eru hentugar til að nýta sem inngang þegar hefjast á handa við verkefni er varða Sameinuðu þjóðirnar og/ eða UNESCO sérstaklega.

Hér eru einnig hugmyndir um hvernig hægt er að nýta alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna í skólastarfi. Þemadagar brjóta upp hefðbundna kennsludaga og gefa nemendum kost á að gefa af sér. Endilega lítið á dagatalið okkar og finnið dag til þess að halda upp á með nemendum. Dagur Sameinuðu þjóðanna er 24. október ár hvert og alþjóðadagur UNESCO um menningarlega fjölbreytni er 21. maí. Þessir dagar eru kjörnir til að nýta í ýmis konar lifandi verkefni, athafnir og leiki.

 

Glærusýning um Sameinuðu þjóðirnar

 GlærusýningUNpptin veitir ítarlegar upplýsingar um upphaf og starfsþætti Sameinuðu þjóðanna. Við glærurnar eru upplýsingar í glósuformi sem einfaldar notkun þeirra. Glærurnar henta vel til að gefa nemendum grunnupplýsingar um starfsemi Sameinuðu þjóðanna.

 

 

 

Alþjóðadagatal Sameinuðu þjóðanna

althjodadagatal

Dagatalið telur upp alla þá helstu alþjóðadaga sem Sameinuðu þjóðirnar og undirstofnanir þeirra hafa vakið athygli á. Dagatalið má til dæmis prenta út og hengja upp í skólastofunni (dagatalið er hannað fyrir stærð A3). Svo má merkja við þá daga sem skólinn eða bekkurinn ákveður að halda upp á eða vekja athygli á. Hér að neðan má svo sjá hugmyndir um hvað sé hægt að gera á alþjóðadögum. 

 

 

Hugmyndir að viðburðum

vidburdirÞað er ýmislegt hægt að gera til að halda upp á alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að safna fyrir mikilvægu málefni, halda íþróttaviðburði, ball, matarboð, sýningar eða eitthvað allt annað. Hér eru nokkrar hugmyndir að viðburðum. Við bendum einnig á hugmyndir tengdar friðardeginum 21. september.

 

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook