• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er viðleitni fyrirtækja til að stuðla að aukinni velferð samfélags, starfsmanna, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila auk umhverfis í gegnum daglegan rekstur sinn og umfram lagalegar skyldur sínar.

Bókin Social Responsibility of the Business man eftir Howard R. Bowen (1953) markaði upphaf hugtaksins samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja eins og við þekkjum það í dag. Frá 1953 hefur hugtakið um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja þróast og mikilvægi þess er þó mjög mismunandi eftir löndum og heimsálfum. Þrátt fyrir að hugtakið hafi fyrst verið sett fram og þróað í Bandaríkjunum eru það alþjóðleg fyrirtæki í Evrópu sem eru leiðandi í samfélagslegri ábyrgð. Ástæðan er m.a. sú að í Evrópu falla mörg málefni samfélagslegrar ábyrgðar undir lög landa og regluverk Evrópusambandsins en eru valkvæð í öðrum löndum. Í Danmörku ber fyrirtækjum t.d. skylda að upplýsa í ársskýrslu um stefnu sína í samfélagslegri ábyrgð.

Á Íslandi er áhersla fyrirtækja aðallega á góðgerðarmál en ekki á heildræna stefnu í samfélagslegri ábyrgð sem stuðlar að aukinni velferð samfélags og umhverfis. Umræðan um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur þó aukist almennt frá efnahagshruni árið 2008 og hafa þrýstihópar fylgst betur með hegðun fyrirtækja í samfélaginu. Fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög víða um heim hafa innleitt stefnu í samfélagslegri ábyrgð í gegnum alþjóðleg viðmið eins og Global Compact.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook