• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Skólavefur

UNESCO-skólar

unescoskolar

Skólaárið 2015-2016 hóf Félag Sameinuðu þjóðanna að bjóða íslenskum skólum á grunn– og framhaldsskólastigi að innleiða UNESCO tengd verkefni í kennsluáætlun sína. UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, hefur starfrækt samstarfsnet skóla á alþjóðavísu frá árinu 1953. UNESCO-skólar eru nú um 10.000 talsins og starfa í 181 landi. Skólarnir eru á grunn– og framhaldsskólastigi og vinna að verkefnum tengdum starfsemi Sameinuðu þjóðanna, fjölmenningarfræðslu, sjálfbærri þróun og friði og mannréttindum.

UNESCO verkefni auka fjölbreytni í kennsluaðferðum og þekkingu nemenda á þessum málefnum. Að auki stuðlar þátttaka í alþjóðlegu skólastarfi UNESCO að auknum tækifærum á samstarfi við aðra UNESCO-skóla. Verkefnin eru þverfagleg og geta því nýst í ýmsum kennslutímum. Þau passa vel inn í grunnþætti aðalnámskrár grunnskóla og hafa því mikið hagnýtt gildi.

Hér á skólavefnum eru hugmyndir að verkefnum og fræðsluefni sem kennarar geta nýtt sér í kennslu. Verkefnin eru flest stíluð á efri bekki grunnskóla og framhaldsskóla, en einnig má finna verkefni sem nýtast yngri skólabörnum.

 

Nýtt á vefnum:

27.09.16 Bæklingur um Heimsmarkmiðin

26.09.16 Upplýsingaefni og k ennslustund úr bókinni Verður heimurinn betri?

15.04.16 Kennslustundirnar Hreint vatn fyrir alla og Menntun getur breytt heiminum

21.03.16 Frumkvöðlakeppni fyrir ungt fólk

08.03.16 Eitur - Leikæfing um umhverfisáhrif spilliefnaviðskipta og mikilvægi alþjóðasamninga

03.03.16 Alþjóðleg ritgerðarsamkeppni fyrir börn og ungmenni

26.02.16 Verkefni um fyrri heimsstyrjöldina, frið og sætti

 


UNESCO-skolarnytt

UNESCO-ASPnet-Logo-NC-Iceland

 

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook