• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Skólavefur

Skólarnir

skolarnir nytt 

UNESCO hefur starfrækt samstarfsnet skóla á alþjóðavísu frá árinu 1953 undir nafninu UNESCO Associated schools project network (ASPnet). UNESCO-skólar eru nú um 10.000 talsins og starfa í 181 landi. Skólarnir eru á grunn– og framhaldsskólastigi.

UNESCO-verkefni auka fjölbreytni í kennsluaðferðum og þekkingu nemenda á málefnum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin eru þverfagleg og geta því nýst í ýmsum kennslutímum. Þau passa vel inn í grunnþætti aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla og hafa því mikið hagnýtt gildi.

Að vera UNESCO-skóli felur í sér langvarandi samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO, þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverju af fjórum þemum UNESCO-skóla: Fjölmenningarfræðslu, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, sjálfbærri þróun og/eða friði og mannréttindum.

Lögð er áhersla á að verkefni sem skólar innleiða séu þverfagleg og að skólarnir sæki um sem heild svo að umsóknin nýtist sem flestum fögum innan skólans.

Félag Sameinuðu þjóðanna sér um innleiðingu verkefnisins hér á landi í samstarfi við Íslensku UNESCO-nefndina. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Hvað fá skólarnir?

Hér á skólavefsíðunni eru ýmis verkefni sem einfalt er að innleiða ásamt kynningarefni um Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO. Félag Sameinuðu þjóðanna er skólunum innan handar við innleiðingu. Þátttaka í UNESCO-verkefninu stuðlar einnig að auknum tækifærum á samstarfi við aðra UNESCO-skóla og til eru mörg dæmi um langvarandi sambönd milli skóla frá ólíkum löndum í gegnum UNESCO skólanetið.

Viltu vera með?

Til þess að verða UNESCO-skóli þarf að sækja um til Félags Sameinuðu þjóðanna. Félagið fer yfir umsóknirnar ásamt UNESCO nefndinni á Íslandi. Umsókn skólans ásamt stuðningsbréfi frá Félagi SÞ og UNESCO nefndinni er svo sent til höfuðstöðva UNESCO í París

Þegar höfuðstöðvar UNESCO hafa samþykkt umsóknina verður skólinn formlegur hluti af UNESCO skólanetinu og fær vottorð þess efnis.

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook