• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Starfsnám

Starfsnám hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna starfa að hverju sinni 4 starfsnemar sem vinna að verkefnum í kringum heimsmarkmiðin og almenna textavinnu á vefnum.

Ár 2011 var ár sjálfboðaliðans í Evrópu og hafa Sameinuðu þjóðirnar bætt um betur og kallað áratuginn áratug sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðarnir okkar aðstoða félagið við að kynna almenningi fyrir hugsjónum Sameinuðu þjóðanna í hinum ýmsu formum. Tími starfsnema félagsins er okkur afar dýrmætur.

Félag Sameinuðu þjóðanna tekur ávallt á móti hæfum einstaklingum í starfsþjálfun sem og sjálfboðaliðum. Félagið býður upp á spennandi verkefni fyrir einstaklinga sem áhuga hafa á boðskap Sameinuðu þjóðanna. Vinnuframlag er sveigjanlegt og fer að mestu eftir áhuga og reynslu viðkomandi enda er starfsvið Sameinuðu þjóðanna víðfeðmt.

Tímabil hvers starfsnema er hálft ár eða frá janúar - júní og svo aftur frá júlí - desember. 

Áhugasamir sendi ferilskrá og kynningarbréf til framkvæmdastjóra félagsins, Veru Knútsdóttur, á netfangið: vera[hjá]un.is.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook