• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Skólavefur

Annað efni

1

Til er ýmis konar námsefni er fjallar um málefni Sameinuðu þjóðanna. Hér að neðan eru nokkur dæmi um efni sem nýtist vel til fræðslu fyrir nemendur sem og leiðbeinendur.

***

Frumkvöðlakeppni fyrir ungt fólk


youth entrepreneurshipFrumkvöðlakeppni fyrir unga samborgara (Youth Citizenship Entrepreneurship Competition) hvetur ungt fólk til að senda inn skapandi hugmyndir og frumkvöðlaverkefni sem styðja við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Keppnin gefur fólki á aldrinum 15-35 tækifæri til að þróa frumkvöðla- og hönnunarhæfileika sína og fá athygli alls staðar að úr heiminum. Þessar hugmyndir og verkefni eru send inn á keppnissíðuna  og eru opin fyrir atkvæðum og athugasemdum frá öllum heimshornum. Hægt er að senda inn hugmyndir til 30. júní, en kosningar hefjast 1. sama mánaðar. Vinsælustu hugmyndirnar verða tilkynntar 15. október og svo verða bestu hugmyndirnar valdar af dómnefnd og tilkynntar í Berlín í október.


Keppnin er spennandi alþjóðlegt verkefni sem skipulagt er af Goi Peace Foundation, Stiftung Entrepreneurship Berlin og Digital Experts United.
Ungu fólki gefst einnig kostur á að taka þátt í námskeiði á vegum keppninnar sem aðgengilegt er á heimasíðu keppninnar [www.youthcompetition.org] og útskrifast þaðan með vottorð í frumkvöðlafræði, gefið út af Stiftung Entrepreneurship Berlin.


Þetta er spennandi tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Sérstaklega ekki þeir sem eru með hugmyndir að betra samfélagi.
Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni.

 

***

Alþjóðleg ritgerðasamkeppni fyrir ungt fólk 2016


Goi Peace Foundation hefur hafið ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk (börn og ungmenni yngri en 25 ára) á vegum UNESCO Global Action Programme (GAP). Þemað er „menntun til að byggja upp betri framtíð fyrir alla.“
 

Þetta er í 17. skipti sem keppnin er haldin og er ungu fólki alls staðar að úr heiminum boðið að taka þátt. Um er að ræða 700 orða ritgerðir sem skrifaðar eru á ensku, frönsku, spænsku eða þýsku. Til að taka þátt þarf að senda ritgerðirnar inn fyrir 15. júní. Verðlaun eru svo í boði fyrir bestu ritgerðirnar.

Keppt verður í flokkunum börn (undir 14 ára) og ungmenni (15-25 ára). 

Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir nemendur í grunnskóla og menntaskóla til að spreyta sig á tungumálakunnáttu og alþjóðamálum!

Hér er hægt að sjá meira um samkeppnina og senda ritgerðir inn

***

 


Verður heimurinn betri-myndVerður heimurinn betri?
Bókin talar á upplífgandi og auðskiljanlegan hátt til nemenda um þróun í heiminum. Rafbókin er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og kom út á íslensku árið 2012. Í rafbókinni eru þróunarmál í heiminum kynnt á yfirgripsmikinn og auðskilinn hátt, gert er grein fyrir áhrifum hagkerfa heimsins og hvernig hægt er að mæla framfarir og lífskjaraþróun. Einnig er farið í þúsaldarmarkmiðin sem senn líða undir lok og leiðir framundan.

 

 

 

globalis-myndGlobalis.is
Globalis.is er gagnvirkur heimsatlas á íslensku sem gerir grein fyrir helstu átökum í heiminum, gefur upplýsingar um lönd, tölfræði og margt fleira sem gagnast vel í skólavinnu og heimildaleit. Einnig er á vefnum áhugaverð myndbönd og grafík sem hægt er að nýta í kennslu. Vefurinn nýtist vel bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Á síðunni eru til að mynda ýmis myndbönd sem hentug eru til notkunar í kennslu um málefni SÞ. Hér er að finna handbók um nýtingu Globalis í kennslu sem leiðir kennara áfram í notkun Globalis.is og gefur hugmyndir að verkefnum.

 

 

 

Kompás-myndLitli kompas-myndKompás og Litli-kompás
Kompás og Litli-kompás eru handbækur um mannréttindafræðslu og –menntum sem ætluð eru öllum þeim sem vinna
með ungu fólki í starfi sínu. Bækurnar, sem til eru í vefútgáfu, innihalda fjöldan allan af hugmyndum um verkefni og leiðum til þess að fræða nemendur um mannréttindi. Kompás er ætlaður efra stigi grunnskóla og framhaldsskólum og Litli-Kompás er hannaður fyrir nemendur á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla.

 

 

 

 

barnasáttmáli - myndBarnasáttmáli.is
Barnasáttmáli.is er vefur á vegum Unicef, Barnaheilla, Umboðsmanni barna og Námsgagnastofnunar og ber að geyma ýmsan fróðleik, verkefni og leiki um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindi barna.

 

 

 

 

sikkerhetsraadetÖryggisráðið
Prófaðu að upplifa friðarviðræður í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með leiknum Sikkerhetsrådet. Leikurinn er búinn til á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna í Noregi og er því á norsku, en hann er stórskemmtilegt tækifæri til að komast í tæri við starfsemi Öryggisráðsins. 

 

 FN filuren mynd

FN-Filuren
FN-Filuren kemur einnig frá Félagi Sameinuðu þjóðanna í Noregi.Ávefsíðunni eru skemmtilegir leikir fyrir yngri kynslóðina og ýmsar upplýsingar um réttindi barna og starfsemi Sameinuðu þjóðanna.

 

 

 

UUNRICNRIC
UN
RIC er Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu sem opnuð var árið 2004. UMRIC hefur vefsíðu á Íslensku sem ber að geyma fjölmiðlaefni, bæklinga og fleira upplýsingaefni ásamt rafrænu bókasafni sem inniheldur skýrslur Sameinuðu þjóðanna og annað útgefið efni.

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands
mrsi
Vefsíða Mannréttindaskrifstofu Íslands er stútfull af upplýsingum og fræðsluefni um mannréttindi. Þar á meðal eru upplýsingar um helstu samninga Sameinuðu þjóðanna.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook