• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Stjórn og starfsfólk

 

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna er iðulega haldinn fyrir 1.maí ár hvert þar sem farið er yfir rekstrarreikninga félagsins og starfsemi félagsins. Stjórn félagsins er kosin úr hinum ýmsu áttum samfélagsins. Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn í lok janúar 2015, þar sem eftirfarandi stjórn var kosin til tveggja ára. 

Stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, starfsárin 2015 - 2017, skipa eftirtaldir:

 • Þröstur Freyr Gylfason, formaður
 • Bryndís Eiríksdóttir
 • Nanna Magnadóttir
 • Páll Ásgeir Davíðsson
 • Petrína Ásgeirsdóttir
 • Svava Jónsdóttir
 • Urður Gunnarsdóttir
 • Þór Ásgeirsson.

Þröstur Freyr Gylfason
Þröstur Freyr er með MA próf í alþjóðasamskiptum frá HÍ og diplóma í alþjóðastjórnmálafræði frá University of Washington í Seattle. Hann nam hjá U.S. Air Force ROTC, var gistinemi hjá Alþjóðlegu friðarakademíunni, International Peace Academy í New York og er með BA í stjórnmálafræði frá HÍ. Þröstur Freyr starfaði á skrifstofu Alþingis 2005-2014, lengst af sem sérfræðingur fastanefnda. Þar tók hann m.a. þátt í framkvæmd fjölmargra stórra verkefna fyrir þingið, bæði í teymisvinnu og í forystuhlutverki. Árið 2012 var Þröstur Freyr kosinn formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Þröstur Freyr hóf störf hjá Capacent árið 2014 sem ráðgjafi á sviði stefnumótunar og stjórnsýslu.

Bryndís Eiríksdóttir
Bryndís er fædd árið 1984 og er meistaranemi í hagfræði með áherslu á alþjóða og þróunarhagfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hún útskrifaðist með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Bryndís tók eina önn í skiptinámi í París og hefur sterkan grunn í frönsku. Bryndís hefur starfað lengst af hjá Landsbankanum á alþjóðasviði og á viðskiptabankasviði (2007-2012). Einnig hefur hún starfað sem kennari hjá Verslunarskóla Íslands þar sem hún kenndi þjóðhagfræði (2007-2008). Sumarið 2014 var Bryndís starfsnemi hjá Félagi SÞ á Íslandi þar sem hún sá um verkefni tengdum Þúsaldarmarkmiðunum. Í dag er hún að leggja lokahönd á meistararitgerðina en hún fjallar um áhrif matvælaastoðar á hagkerfi viðtakenda.

Nanna Magnadóttir
Nanna er fædd 1973 og útskrifaðist sem lögfræðingur 1998. Eftir útskrift starfaði hún hjá dómstólunum og umboðsmanni Alþingis áður en hún fór til frekara náms í alþjóðlegum mannréttindalögum hjá Raoul Wallenberg stofnuninni við Lundarháskóla. Nanna starfaði í áratug á alþjóðavettvangi hjá þremur mismunandi alþjóðastofnunum: Evrópuráðinu (2003-2006, 2008-2009), UNIFEM (2006-2008) og Eystrasaltsráðinu (2009-2013). Gegndi Nanna margvíslegum trúnaðar- og stjórnunarstöðum á vegum nefndra stofnana víðsvegar í Evrópu. Frá 1. janúar 2014 hefur Nanna verið formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og jafnframt veitt skrifstofu nefndarinnar forstöðu.

Páll Ásgeir Davíðsson
Páll Ásgeir Davíðsson hefur víðtæka alþjóðlega reynslu af samspili mannréttinda, umhverfismála, viðskipta og öryggismála. Hann starfaði innan Sameinuðu þjóðanna í New York, Kongó, Súdan og Kenýa. Þá hefur hann einnig starfað fyrir ÖSE og Evrópuráðið í Strassborg. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri Vox Naturae sem eru leiðandi alþjóðleg félagasamtök í skapa vitund um mikilvægi ís og snjóss og aðgerðir við hopi þess. Hann starfar einnig sem lögmaður og tekur að sér ráðgjafaverkefni fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Þá kennir hann hjá sænska hernum og Fordham lagaskóla í New York. Páll Ásgeir hefur lagagráðu frá Háskólanum á Íslandi og meistaragráðu í lögum frá Columbia háskóla í New York.

Petrína Ásgeirsdóttir
Petrína Ásgeirsdóttir er með MA í alþjóðlegum friðarfræðum frá University for Peace í Kosta Ríka. Megináherslur í náminu voru á friðar- og öryggismál, alþjóðlega samvinnu, mannréttindi og sjálfbæra þróun. Petrína hefur mikla reynslu af að starfa með frjálsum félagasamtökum, en hún var framkvæmdastjóri Barnaheilla- Save the Children á Íslandi um sex ára skeið og framkvæmdastjóri AFS á Íslandi í sjö ár. Hún er einnig félagsráðgjafi að mennt og starfaði hjá Reykjavíkurborg um árabil. Undanfarin tvö ár hefur hún unnið að ýmsum verkefnum m.a. á sviði mannréttinda og alþjóðasamskipta.

Svava Jónsdóttir
Svava Jónsdóttir fæddist árið 1969. Hún er með BA-próf í spænsku og almennri bókmenntafræði, próf í hagnýtri fjölmiðlun, próf í kennslufræði til kennsluréttinda og diplóma í alþjóðasamskiptum. Hún er langt komin í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu (á eftir að skrifa lokaritgerðina) auk þess að vera komin áleiðis í meistaranámi í alþjóðasamskiptum. Þá stundaði hún tónlistarnám í um áratug. Svava hefur starfað sem blaðamaður í 20 ár en með fram námi skrifar hún fyrir nokkra fjölmiðla og fyrirtæki s.s. tímaritið Frjálsa verslun. Þá hefur hún skrifað þrjár bækur.

Þór Ásgeirsson
Þór Ásgeirsson er kennari og sjávarvistfræðingur og hefur starfað hjá Hafrannsóknastofnun við rannsóknir í fiskivistfræði frá 1993. Árið 1999 var hann ráðinn til Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðarforstöðumaður og hefur, ásamt rannsóknum, unnið að þróun og þjálfun sérfræðinga í sjávarútvegi í þróunarlöndum í gegnum kennslu og ráðgjöf hjá Sjávarútvegsskólanum. Hann hefur heimsótt fjölda þróunarlanda í mið-Ameríku, Asiu og Afríku, unnið að stærri sjávarútvegsverkefnum í Mósambík og Belize, og unnið náið með svæðasamtökum í Karíbahafi. Þór hefur einnig tekið þátt í sveitarstjórnarmálum til fjölda ára.

Starfsnemar

Starfsnemar Félags Sameinuðu þjóðanna frá júlí - desember 2016 eru eftirtaldir:

 • Auður Inga Rúnarsdóttir
 • Rut Einarsdóttir
 • Guðrún Elsa Tryggvadóttir
 • Karen Lena Óskarsdóttir

Starfsmenn

Vera Knútsdóttir (í fæðingarorlofi) er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna, hún tók við því starfi af Berglind Sigmarsdóttur í ágúst 2016.

Vera hefur tæpa fimm ára reynslu af alþjóðastarfi og þar af 3. ára reynslu hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún hefur reynslu af mannúðarstarfi og flóttamannaaðstoð og hefur starfað bæði hjá UNICEF í Sómalíu og UNRWA í Líbanon. Þá vann hún að ýmsum verkefnum er snúa að Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum sem starfsnemi hjá utanríkisráðuneytinu, þ.á.m. verkefnum tengdum mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 

Vera er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í öryggis- og varnarmálafræðum frá Georgetown Háskóla. 

Netfang: vera@un.is 

Sími: +354 - 552 6700 / 867 5632

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook