• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Störf

Sameinuðu þjóðirnar óska eftir fólki úr öllum atvinnugreinum til starfa fyrir samtökin úti um allan heim. Starfaauglýsingarnar eru flokkaðar eftir kröfu um menntun og starfsreynslu í ákveðna flokka. Laun og önnur fríðindi starfsmanna hjá Sameinuðu þjóðunum eru háð þessum starfsflokkum sem hægt er að sjá á vefsíðu mannauðsdeildar Sameinuðu þjóðana.

   

Störf hjá Sameinuðu þjóðunum

Sameinuðu þjóðirnar veita fólki einstök tækifæri til að starfa í fjölmenningarlegu umhverfi við ýmis störf til stuðnings alþjóðaverkefna. Samtökin leita eftir hæfu og áhugasömu fólki með sterka trú á markmiðum samtakana, sem eru tilbúnin að taka að sér gefandi alþjóðleg störf á mismunandi vettvangum í heiminum. Hægt er að sækja störfin á svæðisskrifstofum  Sameinuðu þjónustuna um heim allan.

Lista hjá friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna (Field Missions, peacekeeping and special political missions)  má finna í gamla Galaxy kerfinu.   

Nýtt kerfi mannauðsstjórnunar Sameinuðu þjóðanna hefur tekið við og er hægt að skrá sig inn á https://inspira.un.org. Heimasíðan er https://careers.un.org og neðst á síðunni undir "Job openings" má nálgast upplýsingar með opnum stöðum.

Hér má nálgast glærusýningar frá kynningarfundi mannauðsteymis Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var 16. og 17. apríl 2012.

 

Störf hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna

Lista yfir störf hjá stofnunum á vegum SÞ (svo sem Þróunaráætlun SÞ (UNDP), Barnahjálp SÞ (UNICEF), Menningarmálastofnun SÞ (UNESCO), Alþjóða heilbrigðismálastofnunina (WHO) o.s.frv) má finna á vefsíðum viðkomandi stofnunar. Hérna er listi með tengla á heimasíður mannauðsstjórnunar 40 stofnana SÞ.

   

Starfsþjálfun

Tilgangur starfsþjálfunarstöðva Sameinuðu þjóðanna er að veita nemendum í framhaldsnámi, úr ýmsum fræðilegum bakgrunnum tækifæri til að efla menntun og öðlast reynslu í gegnum verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna, ásamt skilningi á markmiðum samtakanna og innsýn í starfsemi hennar.

Sameinuðu þjóðirnar leita eftir ungu hæfileikaríku fólki í starfsþjálfunarstöðvar um allan heim. "Young professional programme" eru starfsþjálfunarbúðir sem undirbúa verðandi starfsnema fyrir starfsframa hjá Sameinuðu þjóðunum. Starfsþjálfunarbúðirnar eru hannaðar er fyrir þá sem eru yngri en 32 ára, með háskólagráðu, tala ensku og búa í aðilar landi Sameinuðu þjóðanna. Allar nánari upplýsingar um starfsþjálfunarstöðvar Sameinuðu þjóðanna má nálgast hér.


Einnig má nálgast starfsþjálfunarstöður hjá DESA undir heitinu: "YOUTH: Social Policy and Development Division" en þessar starfsþjálfurnarstöðvar veita nemendum, í framhaldsnám, tækifæri til að vinna hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem starfsnemar. Þarna eru starfsþjálfunarstöður frá hinum ýmsu stofnunum út um allan heim. Þarna er mikið af upplýsingum að finna fyrir þá sem óska eftir starfsþjálfun hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna og mjög margar stofnanir með sitt prógramm í gangi.

    

Próf

Fyrir margar stöður innan Sameinuðu þjóðanna er farið fram á að viðkomandi taki samkeppnishæft próf nefnt: "The National Competitive Recruitment Examinations (NCRE)". Prófið er haldið árlega en markmið prófsins er að finna hæfileikaríkt og áhugasamt fólk í stöður innan Sameinuðu þjóðanna. Allar upplýsingar um gömul próf og tímaplan prófa má nálgast hér.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook