Störf hjá Sameinuðu þjóðunum

Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra eru gríðarstór vinnuveitandi sem sífellt leitar að fólki úr öllum atvinnugreinum til starfa fyrir samtökin úti um allan heim.

Starfaauglýsingarnar eru flokkaðar eftir kröfu um menntun og starfsreynslu í ákveðna flokka. Laun og önnur fríðindi starfsmanna hjá Sameinuðu þjóðunum eru háð þessum starfsflokkum sem hægt er að sjá á vefsíðu mannauðsdeildar Sameinuðu þjóðanna.

Sameinuðu þjóðirnar veita fólki einstök tækifæri til að starfa í fjölmenningarlegu umhverfi við ýmis störf til stuðnings alþjóðaverkefna.

Samtökin leita eftir hæfu og áhugasömu fólki með sterka trú á markmiðum samtakanna, sem er tilbúið að taka að sér gefandi alþjóðleg störf á mismunandi vettvangum í heiminum. Hægt er að sækja um störf á svæðisskrifstofum Sameinuðu þjóðanna um heim allan.

Almennar upplýsingar um störf hjá Sameinuðu þjóðunum má finna á vef starfsmannahalds en þar er einnig hægt að nálgast lista yfir opnar stöður.

Nýtt kerfi mannauðsstjórnunar Sameinuðu þjóðanna, INSPIRA hefur tekið við og er hægt að skrá sig inn í kerfið á https://inspira.un.org/.

Próf

Fyrir margar stöður innan Sameinuðu þjóðanna er farið fram á að viðkomandi taki samkeppnishæft próf nefnt National Competitive Recruitment Examinations.

Prófið er haldið árlega en markmið prófsins er að finna hæfileikaríkt og áhugasamt fólk í stöður innan Sameinuðu þjóðanna.