• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Um Global Compact

Global Compact var stofnað árið 2000 og er alþjóðleg yfirlýsing sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttöku skuldbinda fyrirtæki eða stofnanir sig til þess að vinna að tíu grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna, er varða samfélagslega ábyrgð og styðja helstu markmið Sameinuðu þjóðanna.

Þátttakendur í Global Compact skila inn skýrslu árlega (Communication on Progress) og gera grein fyrir hvernig innleiðing á grundvallarviðmiðum Global Compact er háttað.

Heimasíða Global Compact er: www.unglobalcompact.org

   

Hin tíu grundvallarviðmið

Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.

MANNRÉTTINDI
Viðmið 1: Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda.
Viðmið 2: Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.

VINNUMARKAÐUR
Viðmið 3: Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga.
Viðmið 4: Fyrirtæki tryggja afnám allrar nauðungar- og þrælkunarvinnu.
Viðmið 5: Virkt afnám allrar barnavinnu er tryggt.
Viðmið 6: Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.

UMHVERFI
Viðmið 7: Fyrirtæki styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.
Viðmið 8: Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.
Viðmið 9: Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.

GEGN SPILLINGU
Viðmið 10: Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook