• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Upplýsingar

Friðarstarf Sameinuðu þjóðanna

UN Peacekeeping Operations Military Adviser

 

Einn megintilgangur Sameinuðu þjóðanna er að standa vörð um heimsfriðinn. Stofnsáttmálinn gerir þá kröfu til hvers aðildarríkis að það leitist við að jafna deilur og ágreining eftir friðsamlegum leiðum og forðist hótanir og valdbeitingu í garð annarra ríkja.

Í áranna rás hafa Sameinuðu þjóðirnar gegnt lykilhlutverki við að afstýra hættuástandi í heiminum og leysa langvarandi átök og deilur. Þær hafa stýrt flóknum aðgerðum á borð við friðarumleitanir, friðargæslu og mannúðaraðstoð. Samtökin hafa unnið að því að koma í veg fyrir að átök brjótist út. Í kjölfar átaka hafa þau í æ ríkara mæli reynt að ráðast að rótum styrjalda og leggja grunn að varanlegum friði.

Afskipti Sameinuðu þjóðanna hafa skilað stórkostlegum árangri. Samtökin áttu þátt í að leysa Kúbudeiluna 1962 og deilur Araba og Ísraelsmanna 1973. Árið 1988 urðu friðarsamningar, sem komust á fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna, til þess að endi var bundinn á stríðið milli Írana og Íraka. Árið 1989 leiddu samningaviðræður á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að sovéskar hersveitir voru kvaddar heim frá Afganistan. Á tíunda áratugnum áttu þær mikinn þátt í að gera Kúveit sjálfstætt að nýju og á sama tíma áttu þær mestan þátt í að binda enda á borgarastríð í Kambódíu, El SalvadorGvatemala og Mósambík, sem og að koma lýðræðislega kjörinni stjórn til valda á ný á Haiti. Loks má nefna lykilhlutverk þeirra í að leysa eða draga stórlega úr átökum í fjölmörgum öðrum löndum.

 

UN peace keeping mission

Í september 1999 brutust út blóðug átök á Austur-Tímor í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstjórn landsins. Eftir að um 200 þúsund íbúar eyjarinnar höfðu flúið heimili sín ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að alþjóðlegar öryggissveitir yrðu sendar þangað til að aðstoða við að koma á lögum og reglu að nýju. Í október kom Öryggisráðið á fót bráðabirgðastjórn í landinu. Undir vernd öryggissveitanna sem fyrir voru sá hún síðan um að hafa eftirlit með aðlögun landsins að nýfengnu sjálfstæði.

Þegar hryðjuverkamenn gerðu árás á New York og Washington 11. september 2001 brást Öryggisráðið skjótt við og sendi frá sér víðtæka ályktun sem skyldar ríki heims til að tryggja að hver sá sem fjármagnar, skipuleggur, undirbýr, framkvæmir eða styður hryðjuverk, einn eða með öðrum, skuli sóttur til saka. Einnig ber ríkjum að sjá til þess að hryðjuverk séu í landslögum skilgreind sem alvarlegir glæpir.

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook