• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Upplýsingar

Þúsaldarmarkmiðin

   

Þúsaldarmarkmið um þróun

Í september árið 2000, í upphafi nýs árþúsunds, sameinuðust leiðtogar heims í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og samþykktu Þúsaldaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingunni var ákveðið að stuðla að bættum hag mannkyns um allan heim á sviði þróunar, fátæktar, öryggis, friðar, umhverfisverndar, mannréttinda og lýðræðis.

Átta markmið

millenniumgoals

Átta markmið voru skilgreind sem eiga að stuðla að mannsæmandi og sjálfbærri framtíð fyrir alla íbúa heims. Markmiðin eru tímasett og á mælanlegur árangur að nást fyrir árið 2015. Ef heldur fram sem horfir munu markmiðin fyrst nást eftir 110 ár.

Jafnvel þótt SÞ hafi sett sér umrædd markmið árið 2000 og þó svo margir vinni eftir þeim þá eru þau ekki kunn meðal almennings. Samkvæmt könnun Eurobarometer, sem gerir reglulega kannanir í ríkjum Evrópusambandsins, vita færri en 10% Evrópubúa hvað felst í markmiðunum. 80% Evrópubúa höfðu ekki svo mikið sem heyrt um 2015–markmiðin árið 2007.

Þúsaldarmarkmiðin átta eru eftirfarandi: 

Markmið1 Að eyða fátækt og hungri

 • Lækka hlutfall þess fólks sem býr við örbirgð um helming á tímabilinu 1990 til 2015.
 • Lækka hlutfall þeirra sem búa við hungursneyð um helming á sama tímabili.

 

markmið2

Öll börn njóti grunnskólamenntunar árið 2015

 • Tryggja að bæði stúlkur og drengir ljúki grunnskólanámi.

 

markmið3Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna

 •  Eyða kynjamisrétti til skólagöngu í grunn- og framhaldsskólum fyrir árið 2005 og á öllum skólastigum fyrir 2015.

 

markmið4Lækka dánartíðni barna

 • Lækka tíðni ungbarnadauða um tvo þriðju á tímabilinu 1990 til 2015.

 

markmið5Vinna að bættu heilsufari kvenna

Lækka dánartíðni vegna barnsburðar (maternal mortality) um þrjá fjórðu á tímabilinu 1990 til 2015.

 

markmið6Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu

 • Snúa við útbreiðslu eyðni, malaríu og annarra sjúkdóma fyrir árið 2015.

 

markmið7Vinna að sjálfbærri þróun

 • Framkvæma ríkjaáætlanir um sjálfbæra þróun fyrir árið 2005 og snúa þannig við neikvæðri þróun umhverfisáhrifa fyrir árið 2015.
 • Lækka um helming hlutfall þeirra sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni á tímabilinu 1990 til 2015.
 • Stuðla að bættum lífsskilyrðum a.m.k. 100 milljón íbúa í fátækrahverfum stórborga.

 

markmið8Styrkja hnattræna samvinnu um þróun

 • Vinna frekar að opnu og sanngjörnu viðskipta- og fjármálakerfi sem byggir á skýrum reglum.
 • Taka á málefnum fátækustu þróunarlandanna, m.a. með því að leggja af innflutningsgjöld og kvóta á útflutningsvörur þeirra, leysa skuldabyrði landanna með lækkun skulda, og með auknum framlögum til opinberrar þróunaraðstoðar.
 • Taka tillit til sérstöðu landluktra landa og smárra eyþjóða.
 • Vinna með lyfjaiðnaðinum að því að veita fátækum þjóðum aðgang að mikilvægum lyfjum.
 • Vinna að því ásamt einkageiranum að veita þróunarlöndum aðgang að nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni.

 

Post 2015 ferlið - ný þróunarmarkmið

elementsEins og áður hefur verið nefnt var fljótt ljóst að þúsaldarmarkmiðunum yrði ekki náð innan þess tímaramma sem upphaflega hafði verið settur.  Árið 2010, á fundi um þúsaldarmarkmiðin, samþykktu því aðildarríkin að hefja vinnu við mótun nýrra þróunarmarkmiða.  Tilgangurinn var að tryggja áframhaldandi markvissa vinnu að þúsaldarmarkmiðunum, auk vinnu við ný áhersluatriði. Á Rio+20 ráðstefnunni um sjálfbæra þróun sem haldin var árið 2012 var ákveðið að móta sjálfbær þróunarmarkmið og í kjölfarið var skjalið "The Future We Want" samþykkt. Hin nýju markmið eru í raun þúsaldarmarkmiðin endurbætt með það í huga sem hefur verið gagnrýnt á síðastliðnum 15 árum.  Til að mynda hefur verið lögð áhersla á þátttöku fleiri og fjölbreyttari aðila, skýrari aðgerðaáætlun og að setja fram einfaldari mælistikur til að meta árangur. 

Í desember 2014 gaf  Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna út skýrsluna "The Road to Dignity by 2030: Ending Poverty, Transforming All Lives and Protecting the Planet".  Þar koma fram sex undirstöður hinna nýju þróunarmarkmiða. Mannleg reisn: að útrýma fátækt og berjast gegn ójöfnuði; Fólk: að tryggja heilbrigt líferni, þekkingu og þátttöku kvenna og barna; Hagsæld: að byggja upp sterkt, umbreytingarhagkerfi fyrir alla; Jörðin: að vernda vistkerfi okkar í þágu allra samfélaga og komandi kynslóða; Réttvísi: að stuðla að öruggum og friðsamlegum samfélögum, og sterkum stofnunum; Samvinna: að hvetja til hnattrænnar samstöðu um sjálfbæra þróun. Auk þeirra hafa 17 yfirmarkmið um sjálfbæra þróun verið kynnt, með fyrirvara um að þeim verði mögulega fækkað eða röðun þeirra breytt. Leiðtogafundur verður haldinn í september 2015 þar sem samþykkja á þróunarmarkmiðin.

Hin nýju þróunarmarkmið 

goal-1goal-2

goal-3goal-4goal-5goal-6goal-7goal-8goal-9goal-10goal-11goal-12goal-13goal-14goal-15goal-16goal-17

 1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar
 2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði
 3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla á öllum aldri
 4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla  
 5. Tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna
 6. Tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu
 7. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði
 8. Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla
 9. Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun
 10. Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa
 11. Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla
 12. Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur
 13. Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra
 14. Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun
 15. Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu landvistkerfa, sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva og snúa við jarðvegseyðingu og sporna við hnignun líffræðilegs fjölbreytileika
 16. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla, tryggja jafnan aðgang að réttarkerfi og koma á fót skilvirkum og ábyrgum stofnunum fyrir alla á öllum stigum
 17. Styrkja framkvæmd og blása lífi í hnattrænna samvinnu um sjálfbæra þróun.

 

Fjölmargir aðilar hafa komið að undirbúningi nýrra þróunarmarkmiða, þar á meðal yfir 60 stofnanir og vinnuhópar innan Sameinuðu þjóðanna. Þeir helstu eru: 

 

Kynning á post-2015 

- - - - - - - - - -
Sjá nánari upplýsingar á sérstökum vef um 2015-markmiðin [Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna]:

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook