• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Upplýsingar

Unnið að bættum heimi

Sameinuðu þjóðirnar vinna að því að bæta heiminn


Árið 1948 settu Sameinuðu þjóðirnar fram hina sögulegu mannréttindayfirlýsingu og að auki meira en 80 samninga um mannréttindi, sem hver um sig stuðlar að verndun og eflingu tiltekinna réttinda.

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna er mikilvægt tæki í þágu friðar. Um þessar mundir eru 47.650 starfsmenn frá 87 löndum, almennir borgarar jafnt sem hermenn, starfandi á vegum Sameinuðu þjóðanna við 15 verkefni víðsvegar um heiminn.

Umhverfisráðstefnur Sþ hafa komið því til leiðar að dregið hefur úr súru regni í Evrópu og Norður-Ameríku, mengun hafsins í heiminum hefur minnkað og smám saman er framleiðsla gastegunda sem eyða ósonlaginu að dragast saman.

  • Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra, þar á meðal Alþjóðabankinn og Þróunaráætlunin, eru öflugasta tækið til að stuðla að þróun í fátækum ríkjum, en á vegum þeirra er veitt aðstoð að verðmæti 30 milljarðar dala á ári.
  • Fleiri alþjóðalög hafa orðið til að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna á síðustu fimm áratugum en nokkur dæmi eru um fyrir þann tíma.
  • Á hverju ári tekst að bjarga lífi allt að þriggja milljóna barna með bólusetningu, en á sama tíma deyja meira en þrjár milljónir barna úr sjúkdómum sem hægt er að fyrirbyggja. Barnahjálp Sþ, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, Alþjóðabankinn, sjóðir á vegum einstaklinga, lyfjaiðnaðurinn og ríkisstjórnir hafa tekið höndum saman og komið á fót alþjóðlegum samtökum um bóluefni og bólusetningar og er markmið þeirra að fækka þessum dauðsföllum niður í núll.
  • Matvælaáætlun Sþ veitir árlega um einn þriðja allrar matvælaaðstoðar í heiminum.
  • Reglur sem samþykktar eru fyrir tilstilli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar stuðla að auknu öryggi í flugi hvarvetna í heiminum.
  • Fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna safnast meira ein einn milljarður dala á ári til neyðaraðstoðar sem veitt er fórnarlömbum styrjalda og náttúruhamfara.
  • Bólusótt var útrýmt úr heiminum með alþjóðlegri herferð sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skipulagði. Önnur herferð stofnunarinnar leiddi til útrýmingar lömunarveiki í allri Ameríku og er stefnt að því að henni verði útrýmt í heiminum öllum fyrir árið 2005.
  • Framlög Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra til þróunaraðgerða - einkum efnahags- og félagslegra áætlana til hjálpar fátækustu ríkjum heims - nema um 6 milljörðum bandaríkjadala á ári (fyrir utan framlög Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðaþróunarsjóðs landbúnaðarins). Sú fjárhæð jafngildir 0,75 prósentum af heimsútgjöldum til hernaðar, en til þeirra mála renna meira en 800 milljarðar dala á ári.

 

 

Þeir sem vilja fræðast meira um Sameinuðu þjóðirnar geta leitað upplýsinga hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Einnig má senda fyrirspurnir til UN Public Inquiries Unit (Room GA-57, United Nations, New York, NY 10017, USA; netfang: inquiries@un.org).

Þá skal bent á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna á Netinu (http://www.un.org/), en frá henni eru tenglar yfir á vefsetur hinna ýmsu skrifstofa, áætlana og sérstofnana.

Ítarlegri fróðleik um Sameinuðu þjóðirnar má síðan finna í ýmsu útgefnu efni, svo sem Basic Facts about the United Nations, Image and Reality og The Blue Helmets, en þessi rit fást hjá UN Publications (www.un.org/Pubs) í New York (fax: 212-963-8302; netfang: publications@un.org) og í Genf (41-22-917-0027; netfang: unipubli@unog.ch)

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook