• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Sendiherrar Sjálfbærrar þróunar skipaðir

SDG sendiherrarLeiðtogar ríkja heims samþykktu 17 Sjálfbær þróunarmarkmið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í september á síðasta ári. Í þeim felst að ríki heims taka höndum saman um að uppræta fátækt og varðveita plánetuna fyrir núverandi og komandi kynslóðir.

„Markmiðin sautján eru sameiginleg sýn okkar fyrir mannkynið og samfélagssáttmáli á milli veraldarleiðtoga og jarðarbúa,“ segir aðalframkvæmdastjórinn Ban Ki Moon. „Þetta er aðgerðalisti fyrir plánetuna og vegvísir til framtíðar.“

„Það er mér mikill heiður að vera í hópi sendiherranna og vinna að framgangi málefnisins. Þau málefni sem sett eru á oddinn í Sjálfbæru þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna skipta sköpum fyrir heiminn. Ég vonast til að geta lagt mitt á vogarskálarnar,“ segir Victoria, krónprinsessa.

Formenn hópsins verða í sameiningu Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs og John Dramani Mahama, forseti Gana. Auk krónprinsessunnar og Lionel Messi, sem nýlega tók á móti gullhnettinum sem besti knattspyrnumaður heims, voru eftirfarandi skipaðir sendiherrar:

 • Matthildur, drottning Belgíu,
 • Shakira Mebarak, söngkona
 • Forest Whitaker, leikari
 • Richard Curtis, kvikmyndaleikstjóri
 • Dho Young-Shim, sendiherra hjá Ferðamálastofnun SÞ
 • Leymah Gbowee, forstjóri Gbowee friðarstofnunarinnar
 • Jack Ma, stofnandi Alibaba Group
 • Graça Machel, ekkja Nelsons Mandela, baráttukona fyrir mannréttindum
 • Sheikha Moza bint Nasser, eiginkona fyrrverandi emirs Katar
 • Alaa Murabit, kanadísk-líbýsk baráttukona fyrir réttindum kvennna
 • Paul Polman, forstjóri Unilever
 • Jeffrey Sachs, forstjóri, Earth Institute við Colombia háskólann
 • Muhammad Yunus, stofnandi Grameen bankans


Sjá nánar:
http://www.un.org/sustainabledevelopment/sdgadvocates/
http://www.unric.org/is/frettir/26658-sendiherrar-sjalfbaerrar-trounar-skipaeir

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook