• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

UN Women - nýtt app og 50-50 !

StepItUpMarch8MarchUN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér “app” til heiðurs 20 kvenréttindakonum. Segja má að notendur geti komist að því hver sé þeirra innri kvenréttindahetja, því appinn gerir þeim kleift að komast að því hverri þeir líkist mest, og í leiðinni komist á snoðir um ýmsa forvitnilega sögulega áfanga í jafnréttisbaráttunni. Appið má nálgast hér.

Efnahagsleg valdefling kvenna

Þetta eru ekki einu tíðindin af jafnréttismálum hjá Sameinuðu þjóðunum því Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í gær í Davos að skipaður yrði fyrsti vettvangur hátt settra einstaklinga (High-level panel) til að brjóta til mergjar efnahagslega valdeflingu kvenna. Þennan vettvang munu skipa málsmetandi leiðtogar ríkisstjórna, úr atvinnulífinu og borgaralegu samfélagi. Aðalframkvæmdastjórinn mun skipa í nefndina sem ætlað er að skila ráðleggingum um lykilaðgerðir til að ná heimsmarkmiðunum og þó einkum og sér í lagi þeim markmiðum sem tengjast efnahagslegri valdeflingu kvenna.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2016

Tilkynnt hefur verið að Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8.mars 2016 tengist heimsmarkmiðunum. Þema dagsins verður « 50-50 fyrir 2030 « og er þar er vísað til þess að sjálfbæru þróunarmarkmiðin renna út 2030. Reynt verður að skapa hreyfingu fyrir því að ná heimsmarkmiðunum og uppfylla tengda jafnréttisskuldbindingar í tengslum við Step It Up átak UN Women. Sjá nánar hér.

 

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook