• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Ísland í 16. sæti lífskjaralista SÞ

HDR-2015 1Sjónum er beint að atvinnumálum í nýrri og árlegri skýrslu um lífskjör í heiminum sem gefin er út af Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Í skýrslunni - Human Development Report 2015 - segir að forsenda þess að ná metnaðarfullum sjálfbærum þróunarmarkmiðum sé að fjölga atvinnutækifærum, bregðast við ójafnvægi á vinnumarkaði sem markist af kynjamun og færni, og leggja meiri áherslu á vöxt sem skapi fleiri störf.

Starf þarf að skilgreina á hverjum tíma því störf breytast ört á okkar tímum vegna alþjóðavæðingar og stafrænnar byltingar - hvorutveggja skapar jöfnum höndum tækifæri og ógn, er haft eftir Selmim Jahan framkvæmdastjóra hjá UNDP.

Ísland fellur niður í 16. sæti
Eins og jafnan ríkir mikil eftirvænting eftir því að sjá listann yfir lífskjör í heiminum því á lífskjaralistanum - Human Development Index - er þjóðum heims raðað á lista eftir tilteknum þremur mælikvörðum lífsgæða, landsframleiðslu, ævilíkum og menntunarstigi.  Ísland var árið 2007, fyrir efnahagshrunið, í efsta sæti lífskjaralista UNDP sem birt er árlega í skýrslunni, en frá þeim tíma hafa lífskjör Íslendinga minnkað umtalsvert ef marka má HDI kvarðann og nú er svo komið að þjóðin nær aðeins sextánda sætinu, fellur niður um þrjú sæti frá síðasta ári.

 Noregur, Ástralía og Sviss eru í þremur efstu sætum á lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna eins og á síðasta ári. Í neðstu sætum lífskjaralistans eru hins vegar Níger, Miðafríkulýðveldið og Eritrea. Tvær af samstarfsþjóðum Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu bæta stöðu sína á listanum sem nemur einu sæti, Úganda er í 163. sæti og Malaví 173. sæti en Mósambík er talsvert neðar og hafnar í 180. sæti að þessu sinni.

hdr-myndband

Átakanleg mynd af ójöfnuði
Samkvæmt frétt The Guardian er í skýrslunni dregin upp átakanleg mynd af ójöfnuði milli þeirra ríkustu og þeirra fátækustu en einnig milli karla og kvenna. Ennfremur er varað við því að störf verði sífellt óformlegri sem kalli á viðbrögð til að vernda starfsréttindi launþega og tryggja að atvinna stuðli að þróun.

Fram kemur að atvinnuleysi aukist meðal þeirra fátækustu. Samkvæmt gögnum Alþjóðavinnumálastofn-unarinnar (ILO) er talið að 204 milljónir manna séu án atvinnu í heiminum, þar af 74 milljónir ungmenna. Þá búi 830 milljónir manna við lægri tekjur en 300 krónur á dag og augljóst sé að þar fari mikill mannauður í súginn.

Þá kemur fram í skýrslunni að lífskjör aukist hraðast í heiminum í Rúanda.

 

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook