• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Í Sómalílandi hafa staðbundin samfélög ávinning af dreifistýringu

 

cq5dam.web.460.306

 

Réttlátar stofnanir sem mæta þörfum fólksins eru lykill að friði. Hluti heimsmarkmiðs númer 16 miðar að því að tryggja aðgengi allra að skilvirkum, ábyrgum og gagnsægjum stofnunum (16.6) auk þess að sjá skuli til þess að ákvörðunartöku sé þannig háttað að hún sé virkt ferli milli almennings og stjórnvalda (16.7). Ein af þeim aðferðum sem notast hefur verið við til að bæta aðgengi og ábata fólks af stofnunum er dreifing miðstjórnarvalds (dreifstýring), aðgerð sem færir valdið nær fólkinu. Slíkar aðgerðir sýna ávinning sinn ekki síst í löndum þar sem innviðir eru veikir fyrir eftir langvarandi upplausn og átök. 

 

Í Sómalílandi, sjálfstjórnarríki sem nýtur ekki alþjóðlegar viðurkenningar en hlýtur góðs af hjálparstarfi ýmissa erlendra stofnanna og ríkja (þar á meðal Sameinuðu Þjóðanna), vonast menn til þess að dreifstýring bæti aðgengi almennings að stofnunum og þá sérsteklega þeirra hópa sem berskjaldaðir eru í samfélaginu. En margir flóttamenn hafa nú snúið aftur til heimkynna sinna sem eru miður tilbúin til að taka á móti þeim og þurfa oftar en ekki að beina straumnum til annarra svæða sem þýðir að þá flóttamenn sem snúa aftur skortir ekki aðeins aðgang að viðeigandi stofnunum heldur einnig almenna fótfestu í sínu eigin heimalandi.

 

Sameiginleg áætlun á vegum Sameinuðu Þjóðanna um Local Governance and Decentralized Service Delivery (JPLG) varðandi staðbundna stjórnarhætti, vinnur með nokkrum héruðum í Sómalílandi til að auka afkastagetu opinberra starfsmanna til að skila af sér þjónustu til umboðsaðila sinna, en árið 2001 lagði stjórnarskrá sem samþykkt var í Sómalílandi fram lagaramma fyrir dreifistýringu. 

 

Til þess að styðja þetta framtak samræmir JPLG vinnu sína með ríkisstjórnum og sveitarfélögum, fimm samstarfsstofnunum innan Sameinuðu Þjóðanna (ILO, UNCDF, UNDP, UN Habitat og UNICEF), fjölda þróunar samstarfsaðila auk samfélaga og aðila úr einkageiranum. Áætlunin miðar að því að dreifa miðstjórnarvaldi svo að svæðisbundin samfélög njóti góðs af. Þetta verkefni hjálpar stjórnvöldum í Sómalílandi til þess að byggja upp samstarfsvettvanga fyrir borgara til að taka þátt í stefnumótun.  

 

Gagnkvæmri ráðherranefnd um staðbundna stjórnunarhætti var komið á laggirnar til að styðja við þessi ferli, ásamt vettvangi fyrir borgara til að taka þátt í stefnumótun. Philip Cooper, UNDP verkefnastjóri fyrir hina sameiginlegu áætlun sagði ríkisstjórnir og sveitarfélög hafa náð miklum árangri í átt að dreifistýringu:   

 

,,Tilurð nefndarinnar sýnir stórt skref í rétta átt og leiðir stjórnvöld og borgara Sómalílands að næstu kynslóð góðra stjórnarhátta og ábyrgrar veitingu á þjónustu”

 

Þessar aðgerðir miða allar að því að færa stjórnkerfið nær þörfum fólksins og gera þeim kleift að vera virkir notendur og mótendur. Um upplifun sína af nánara samstarfi ríkisstjórnarinnar með samfélögunum segir Shuun Jirde Cali, formaður grænmetissala í Hargeisa: 

 

,,Manneskjan sem sér um skattheimtuna frá mér, ég þekki hana og get auðveldlega farið á skrifstofuna þeirra. Þegar við höfum kvörtunarmál sem þarf að takast á við, getum við ekki nálgast æðri yfirvöld, þannig að það er þessi manneskja sem þjónar mér best”

 

Frétt UNDP (United Nations Development Program) um málið má lesa hér

Hér má nálgast myndband um fréttina

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook