• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Réttindi kvenna: Kastljósi beint að Íslandi

palais des nationsFarið verður yfir árangur Íslands og stöðu réttinda kvenna í reglubundinni umfjöllun Nefndar um afnám misréttis gegn konum (CEDAW) hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf næstkomandi fimmtudag,17.febrúar. Hægt verður að fylgjast með umfjölluninni á vefnum hér en hún stendur yfir frá 9-16.

Á meðal þeirra atriða sem farið verður í saumana á eru, skv.tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf:

• Ákærur og refsing þeirra sem gera sig seka um ofbeldi gegn konum
• Neyðarvistun og stuðningur við konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi
• Ákvörðun um að leggja niður kynferðisbrotadeild vegna niðurskurðar
• Lágt hlutfall kvenna í lögregluliði landsins
• Þrálátur launamunur á milli kynjanna
• Aðgerðir til að draga úr fjölda snemmbærra þunganna og fóstureyðinga

Hér má finna yfirlit íslenskra stjórnvalda sem liggur til grundvallar yfirferðinni. Nefndin heldur svo blaðamannafund þegar umfjöllun um Ísland og sjö önnur ríki er lokoið 7.mars og verða niðurstöður birtar hér þann dag.

Mynd: Palais des Nations, höfuðstöðvar SÞ í Genf, þar sem fundur nefndarinnar verður. Mynd-SÞ.

http://unric.org/is/frettir/26675-rettindi-kvenna-kastljosi-beint-ae-islandi

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook