• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Vefur Félags Sameinuðu þjóðanna opnaður

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, opnaði í dag í utanríkisráðuneytinu nýja vef Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Markmið félagsins er:

  • að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við samtök Sameinuðu þjóðanna
  • að samræma starf þeirra félagssamtaka sem leggja vilja lið sitt til að framkvæma hugsjónir Sameinuðu þjóðanna
  • að stuðla að samvinnu allra þjóða heims
  • að vinna að því að treysta alþjóðafrið og öryggi
  • að vinna að því í samvinnu við blöð, útvarp, sjónvarp og skóla að kynna Íslendingum hugsjónir og starfsemi hinna sameinuðu þjóða

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi væntir þess að heimasíðan stuðli að frekari kynningu á hugsjónum og starfsemi Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslendingum. Félagið hyggst þó enn um sinn gefa út fréttabréf sem félagsmenn fá sent heim. Á nýjum vef félagsins er að finna upplýsingar um helstu viðfangsefni Sameinuðu þjóðanna, um alþjóðasamtök félaga Sameinuðu þjóðanna og fleira. Á vefnum er einnig að finna tengla inn á heimasíður sérstofnana, stofnana, nefnda og ráða Sameinuðu þjóðanna. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er aðili að World Federation of United Nations Associations (WFUNA). Þeim sem hafa áhuga á að ganga í félagið er bent á vefinn en þar er hægt að skrá sig í félagið. Félagsgjöld eru engin. Hið nýja veffang félagsins er eftirfarandi: www.felagsameinuduthjodanna.is

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook