• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Þrælahald er enn ekki útdautt


Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að þrælahald viðgangist enn í heiminum, þrátt fyrir að þrælasala yfir Atlantshaf hafi verið upprætt á nítjándu öld. Í ávarpi sínu á Alþjóða degi upprætingar þrælahalds, 2. desember 2010, segir framkvæmdastjórinn að þrælahald hafi tekið á sig ný lífsseig form: skuldaþrældóm, þrælkunarvinnu, mansal kvenna og barna, heimilisþrældóm og þvingað vændi, kynferðisþældóm, þvinguð hjónabönd, barnavinnu – og þrælkun svo eitthvað sé nefnt.

”Af þessum sökum verður alþjóðasamfélagið að vera á varðbergi og efla viðleitni sína til að uppræta nútíma birtingarform þrælahalds. Draga ber þá til ábyrgðar sem iðka, samþykkja eða greiða fyrir því. Fórnarlömb og eftirlifendur eiga rétt á úrræðum og bótum,” segir framkvæmdastjórinn í ávarpi sínu.

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook