• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

Alþjóðlegur friðardagur 21. september - friðarverkefni

 POD landsca

Alþjóðlegur friðardagur Sameinuðu þjóðanna er haldinn 21. september ár hvert. Dagurinn var samþykktur fyrst árið 1981 af Sameinuðu þjóðunum en árið 2001 var dagurinn fyrst nýttur til að hvetja til friðsamlegra aðgerða og vopnahlés. Sameinuðu þjóðirnar bjóða öllum þjóðum og íbúum heims að stöðva átök og hernaðaraðgerðir á deginum. Einnig er lögð áhersla á vitundarvakningu í menntastofnunum og hjá almenningi um málefni er snúa að friði.

Jeremy Gilley, fyrrum leikari og kvikmyndagerðarmaður, hefur stuðlað að eflingu dagsins frá tíunda áratugnum. Hann stofnaði samtökin Peace One Day árið 1999 og hafa samtökin vakið athygli á friðarhugtakinu á hverju ári og stuðlað að útbreiðslu og eflingu dagsins á átakasvæðum. Þau hafa til dæmis unnið að hönnun námsefnis um frið og dreift á tugi þúsunda grunnskóla í Afríku. Hér má til dæmis sjá hugmyndir frá Peace One Day um hvernig megi halda upp á daginn á fjölbreyttan hátt. Heimildarmynd um starfsemina má sjá hér.

Það er ýmislegt hægt að gera til að halda upp á friðardaginn og dagurinn gefur einstakt tækifæri til að brjóta upp hefðbundna kennslu, gera eitthvað skapandi um leið og fræðast um mikilvægt málefni. Við hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna höfum sett saman þrjá verkefnapakka í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Rannís. Verkefnin eru fyrir 1-4.bekk, 5-7.bekk og 8-10.bekk og má nálgast á skólavefnum okkar hér.

Jeremy Gilley hefur boðið okkur að funda með nemendum í gegnum skype þann 1. október, svo þeir skólar sem hefðu áhuga á því hafið samband og við finnum tíma. Það tekur um hálftíma og er óformlegt spjall um friðardaginn og opið fyrir spurningar.

Við hvetjum alla til að taka 21. september frá til að halda friðardaginn hátíðlegan! Merkið myndirnar ykkar frá viðburðunum á samfélagsmiðlana með #‎peaceoneday #‎peaceday

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook