• Markmið félagsins er meðal annars að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna

SÞ afmælisráðstefna 30.október í Iðnó

Ráðstefna30oktVið höldum SÞ 70 ára afmælishátíð á morgun, 30.október, í Iðnó í samstarfi við utanríkis- og menntamálaráðuneytið. Frú Vigdís Finnbogadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Illugi Gunnarsson eru meðal þeirra sem ávarpa ráðstefnuna en farið verður yfir þátttöku Íslands í starfi SÞ í gegnum árin, heimsmarkmiðin nýju og spurningunni um hvort SÞ hafi mótað betri heim velt upp.

Skráning á ráðstefnuna er hér.

Aðalerindið flytur Gréta Gunnarsdóttir sendiherra og fyrrverandi fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en það ber yfirskriftina: Árangur Íslands á sviði Sameinuðu þjóðanna. Fundarstjóri er Sigríður Snævarr sendiherra.

Þá verða flutt fjögur örerindi um Sameinuðu þjóðirnar frá sjónarhóli fjölmiðla, frjálsra félagasamtaka, ungs fólks og fræðimanna. Í þeim hluta taka þátt Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel, Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Kristjana Þ. Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisskóla Háskóla SÞ og að lokum Urður Helga Gísladóttir og Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir sem eru 16 ára nemendur við MR og Verslunarskólann. 

Að þeim erindum loknum verða pallborðsumræður um heimsmarkmiðin en í pallborðinu sitja eftirtaldir: Anna Pála Sverrisdóttir, utanríkisráðuneytinu, Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel (UNRIC), Guðrún Helga Jóhannsdóttir, doktorsnemi í þróunarfræðum, Finnur Sveinsson, ráðgjafi í samfélagsábyrgð fyrirtækja og Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla SÞ. Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags SÞ á Íslandi, stýrir umræðum.

Eftir kaffihlé verður athyglinni beint að UNESCO og hefst dagskrá með ávarpi Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra. Sveinn Einarsson leikstjóri og fyrrverandi stjórnarmaður í UNESCO fjallar um samtökin, hugsjón þeirra og nauðsyn - og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands flytur erindið Í starfi með UNESCO í 20 ár.

Þá koma nemendur Landakotsskóla fram með tónlistaratriði og Ari Eldjárn verður með uppistand.

Fundurinn er opinn og allir velkomnir!

UNafmaeli auglysing OK 150p

 

 

 

Heimsmarkmið SÞ

 

E SDG Icons-18

Samstarfsaðilar

 

unriclogo

 

unwomenlogo

 

icemunlogo
 utanrikislogo

Finndu okkur á facebook